Ég verð.

Ég verð að blogga því ég fékk áskorun frá sambýliskonu minni. Ég hef engan tíma til þess samt. Ekki nokkurn einasta tíma. Ég þarf að mæta klukkan tíu og ég á eftir að setja á mig maskara og kinnalit, hugleiða, klæða mig í útifötin, skafa af bílnum, ég verð að keyra hægt því það er hált og mér sýnist ég sjá eitthvað veður í þessum skýjum sem koma þjótandi yfir hafið, beint til mín. Ef það byrjar að snjóa verð ég lengur á leiðinni því snjókoma ruglar mig svo þegar ég sit undir stýri. Kannski ég þurfi að fá mér nýjar linsur. Kannski kannski, líf mitt er fullt af kannski. Líf okkar allra er fullt af kannski.

Jæja, kannski ég skelli inn einni mynd af mér ljóshærðri. Æji nei, ég get það ekki. Þeir sem eru æstir í að sjá mig svona verða að gera eitt af þrennu
a) skoða www.kvissbummbang.blogspot.com
b) koma í heimsókn
c) freista þess að sjá mig fyrir tilviljun einhversstaðar á ferðinni

Eitt að lokum: veðrið sem ég sá nálgast yfir hafið í þessum skýjum sem komu þjótandi beint til mín, er skollið á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vilborg við erum öll svo glöð að það hafi opnast fyrir flóðgáttina og að þú ert farin að blogga á ný.

Er það ekki, allir?

Eruð þið ekki ánægð með að Vilborg er byrjuða að blogga aftur eftir langa bið?

Er það ekki, allir saman þarna úti? Er þetta ekki satt hjá mér? Allir?

Eva Björk Kaaber (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 21:07

2 identicon

No comment

Vinur (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 21:08

3 Smámynd: Vilborg Ólafsdóttir

Eva. Get a life!

Vilborg Ólafsdóttir, 3.3.2010 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband