Faceborg

Ég er aftur búin að stofna facebook aðgang fyrir mig persónulega. Ég ætlaði að nota bloggsíðuna sem tæki til að birta myndir af fallega syni mínum og mér á ferðum okkar um heiminn, en það gengur ekki sem skyldi að hlaða inn myndum og vídjóum.

Ástæður þess að ég vildi hætta á facebook til að byrja með eru líka orðnar óskýrar fyrir mér. Það var eitthvað um tímasóun, en það skiptir ekki máli lengur því ég er hvort eð er alltaf á facebook undir nafni Kviss búmm bang, og svo voru það einhverjar áhyggjur um tvöfeldni eða tilgangsleysi; að vera að birta myndir af sér og frábæru lífi sínu á facebook til hvers? Eins og það sé ekki nóg fyrir mig að vita að líf mitt er frábært? og svo er það ekkert alltaf frábært, það er svona yfir það heila mjög frábært en stundum er erfitt og hvað? Á ég þá að birta myndir af því líka? Erfitt í dag: mynd. Vaknaði með blett í andlitinu: mynd. Hver hefur gaman af því?

En ástæður þess að mig langar að vera aftur með eru líka eitthvað óskýrar. Mig langar að fjölskylda mín geti fylgst með mér og Benjamín því við erum svo mikið í burtu og hann stækkar svo hratt. Svo langar mig bara að fólk sé að læka. Ætli það sé ekki aðallega það, að fólk sé að læka.

Eitt að lokum: Fyrir þá sem ekki vita er Ísak (kærastinn) hálfur útlendingur og þegar ég var ólétt þá ruglaðist hann óvart á orðunum kraftaverk og töfrabragð og talaði um litla barnið í maganum sem "litla töfrabragðið okkar". Það þótti mér fallegt.

Jæja. Farið á Facebook ef þið viljið sjá myndir af litla töfrabragðinu. Annars bara lifið heil og sjáumst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Töfrabragð er alveg ótrúlega gott orð. Gaman að lesa bloggið þitt, og ekki skemmir að fá myndir af töfrabragðinu.Hlakka rosalega til að fá ykkur í heimsókn í nóvember. Knús á ykkur.

bjarney gisladottir (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 18:58

2 identicon

Er ekki að koma önnur bloggfærsla. Ég er búin að lesa þessa svo oft!

Jónína Helga Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband