Flóðgáttin opnaðist

Ég á vinkonu sem við skulum kalla "möggu". Hún er búin að vera vinkona mín voða lengi og við héldum lengi að við myndum velja okkur svipaðar leiðir í lífinu, vinna í sama mötuneytinu eða eitthvað, en það átti ekki fyrir okkur að liggja.

Ég þrái stundum enn að vinna í mötuneyti með Möggu mér við hlið. Við gætum sagt hvorri annarri klúra brandara, lesið stjörnuspárnar okkar og farið saman út í sígópásur (auðvitað myndum við reykja). Á helgum myndum við fara með fleyg af sterku áfengi með okkur á ball, lauma sopa og sopa út í kaffið og dansa og dansa. Svo myndum við finna einhverja lopapeysukarla til að labba með okkur út í nóttina.

En það þýðir ekki alltaf að vera að hugsa um allt það óteljandi marga sem hefði getað gerst. Við höfum það svo gott, við "magga" mín í dag. Jafnvel betra en í draumum mínum.

Bless í bili (ég er búin að opna fyrir einhverja blogggátt). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vei Vei Vei Boggu blogg VEEEEIIIIII. Mig langar að sjá þetta alternitive líf ykkar "Möggu" fest á filmu. Keðju reykjandi lopapeysu flagararnir það færi ykkur svo vel. Eða einnig svo vel því að sjálfsögðu eru þið glæsilegar í núverandi hlutverkum

Óli frændi (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 17:07

2 identicon

Jess! Blogg bara um mig! Einmitt það sem ég vildi.

Já.. mötuneyti segirðu. En mér finnst það einmitt svo vilt að við séum á algjörlega sitthvorum staðnum í lífinu miðað við það þegar við spreyjuðum steina silfurlitaðan á lóðinni hjá þér. Steina frænda? - öö já. 

 Kannski við ættum að prófa að svissa um hlutverk í eins og einn dag? Ég veit ekki hvursu góður humar ég er ... 

"Maggan" (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 17:11

3 Smámynd: Vilborg Ólafsdóttir

Haha. Magga mín. Þú þarft ekki að vera humar. Þú þarft bara að vera Kviss í Kviss búmm bang. Þú getur vel verið Kviss.

Vilborg Ólafsdóttir, 28.12.2009 kl. 17:17

4 identicon

Takk fyrir þetta blogg. Ég sæki um að vera með í þessum framtíðar draumi. Mig hefur alltaf langað í svona "Möggu" og allt sem henni fylgir. En ég get sagt þér að það er ekkert bara hugarburður að við lifum mörgum lífum í einu. Það er satt, segir Seth í bókinni Seth Speaks. Ræðum þetta betur síðar...

Adda (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 17:58

5 Smámynd: Vilborg Ólafsdóttir

Guð minn góður Eva, er það enn einn sjálfshjálparbókin?

Vilborg Ólafsdóttir, 28.12.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband