Ég neyti!

Nú stendur til að lækka virðisaukaskatt á matvörum úr 14% í 7% þann fyrsta mars næst komandi. Í tilefni af þessu hafa birgjar tekið upp á því að hækka vöruverð til þess eins að geta lækkað það aftur í það sem það var, áður en lækkunin tók gildi. Neytendasamtökin hvetja fólk til þess að fylgjast sjálft með matvöruverði og láta vita ef óeðlilegar hækkanir eiga sér stað og líka ef lækkun skattanna skilar sér ekki til okkar eins og hún á að gera.Inná heimasíðu neytendasamtakanna getið þið fundið eyðublöð til að fylla út verð vöru á mismunandi tímum. Hvatt var til þess að neytendur tæku hreinlega eina til tvær vörur að sér og fylgdust með verðlaginu á henni á meðan breytingarnar eru að ganga í gegn. Einhverjir voru reyndar að agnúast út í það og segja það óþarft að setja ábyrgðina í hendurnar á neytendum sjálfum, en hversu latur þarf maður að vera til að leyfa hreinlega svindl á sér vegna þess að maður nennir ekki að fylgjast með vöruverði? Ég ætla allavega að fylgjast með ostinum, 17% Gouda í minni pakkningunum og tveggja lítra Diet Coke, í Bónus á Seltjarnarnesi. Og ef ég verð ekki vör við töluverða lækkun eftir fyrsta mars þá ætla ég að kæra einhvern, já bara einhvern!

Ég verð samt, vegna meðvirkni og diplómatísks eðlis míns, að taka það fram að gefnar hafa verið ástæður, við skulum kalla þær afsakanir, fyrir verðhækkuninni. Yfirleitt eru þær erlendar verðhækkanir, gengisþróun og eitthvað slíkt, en á a.m.k. tveimur stöðum er það tekið fram, í skýringadálkinum, að verðið hafi ekki hækkaððan ___ (einhver dagsetning). Er það nú ástæða? Og er þetta ekki heimskulegasta tímasetning allra tíma til að hækka vöruverð, bara vegna þess að það hefur ekki verið gert lengi? 
 

Ég legg líka til að við hættum að bara versla yfir höfuð. Við getum ræktað okkar eigið grænmeti og skeint okkur á dagblöðunum og auglýsingapóstinum sem flæðir upp um alla veggi heima hjá okkur. 

Annars var ég í bingó-i í gær. Ég hafði bara efni á einu spjaldi vegna hækkanna á matvöruverði undanfarið og vann þessvegna ekki, þrátt fyrir gífurlega hæfileika á þessu sviði. Hvílíkur heimur.  


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef einu sinni unnið í bingó. Það var gaman.

jonina (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 15:04

2 identicon

ÞETTA ER GEEEEEÐVEIKT SVALT BLOGG!!! Vúhú!!!

Fanney (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 15:06

3 identicon

Ja sei sei já mikið þykir mér nú leiðinlegt að þú skulir ekki hafa unnið neitt í bingo. og er ég að hugsa um að gefa þér, í skaðabætur og að launum fyrir að vera á varðbergi gegn matvöruverðssvindlinu, gerfi blómavasan sem að ég vann í bingoinu á Svalbarðseyri sumarið 1995

Hinn frábæri Ólafur frændi hinn eldri (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 15:45

4 identicon

Gerfi blómavasa? Nei ég vil sko ekki fá slíkt inn á mitt heimili! En já, ég ætla annars að taka þátt í þessum njósnaleik um Bónus. Hlakka mikið til! Sé þig eftir 38 mín!

Fanney (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 16:23

5 identicon

Ég skal fylgjast með tékkneskum bödvæser og pistasíuhnetum.

Gústi (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband