23.2.2007 | 00:28
Hey yo, let's go!
Nú er aldeilis farið að birta til í heiminum. Bara búið að aflýsa klámráðstefnuhaldi hér í borg! Það kemur mér skemmtilega á óvart að mótmæli skulu vera svona skilvirk, því það hefur alls ekki verið raunin hér á landi í gegnum tíðina. Það var tvímælalaust, að mínu mati, skref í rétta átt af borgaryfirvöldum og RS hótelinu að taka mark á mótmælunum.
Nú má gjarnan fara að viðurkenna táknmál sem móðurmál heyrnleysingja, lýsa yfir andstöðu við Íraksstríðið (eða í það allra minnsta að draga stuðningsyfirlýsinguna til baka) og taka til alvarlegrar athugunar á þingi, hugmyndir Ómars Ragnarssonar um hvað gera má við Kárahnjúkastífluna. Svo má fara að vinna í fríum almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta er allt að koma
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.