Heimsfrægðin bankar á dyrnar

uchokoÉg var víst búin að lofa að blogga oftar. Svo hér kemur það: Ég er á barmi heimsfrægðar. Plakatið hér til vinstri er frá kvikmyndahátíð í Tékklandi þar sem mynd eftir mig var sýnd. Hún var haldin þann 18. apríl og sannast sagna er ég afar miður mín að hafa ekki getað verið viðstödd sýninguna. Ég sendi samt Jesús sem staðgengil fyrir mig og mér skilst hann hafi staðið sig með sóma, heilsað rétta fólkinu og svona.

Fyrir utan heimsfrægð er lítið að frétta. Ég er að halda matarboð fræði og framkvæmdar í kvöld. Á borðum verður indverskur kjúklingaréttur, íslensk kjötsúpa, salat með hráskinku og óvissugrænmetisréttur. Í eftirrétt verður boðið upp á ávaxtasalat. Tekið skal fram að ég elda þetta ekki allt ein, heldur leggja mér lið nokkrir vel valdir einstaklingar úr bekknum.

Eitt til að velta fyrir sér að lokum: Hvað liggur á?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband