Ég elska hann enn, hann er misskilinn listamaður..

thomas_andersÞetta er Thomas Anders úr 80's poppdúettinum Modern Talking. Ástæðan fyrir því að ég varð ástfangin af honum var sú að systur mínar; sex, sjö og þrettán árum eldri en ég, áttu gamla Poppkorns og Skonrokk þætti á spólum sem ég horfði á í gríð og erg, haldandi að þetta væri málið fyrst að þær horfðu á þetta (þær voru flottustu pæjur aldarinnar, og eru). Ég gleymdi að gera ráð fyrir tímanum sem liðið hafði frá því að þær voru unglingar og þannig gerðist það að um miðjan 10. áratug síðustu aldar varð ég gríðarlega skotin í þessum manni, sem var þá löngu kominn úr tísku.

Hann er ekki ennþá kominn í tísku þótt hann sé búinn að öppdeita hárið, en mikið áttu hann og Dieter Bohlen marga góða smelli. Svo ég tali nú ekki um myndböndin, en að mínu mati eru myndböndin þeirra allra bestu 80's myndböndin sem gerð voru. Tékkið á þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil bara benda á að ég átti ekkert í þessum Poppkorns né Skonrokk spólum ... var samt flottast pían og er enn.  

6 árum eldri (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 16:50

2 identicon

Geðveikur, sérstaklega glossið sem hann er með.

Solla systir Fanneyjar (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 22:56

3 identicon

Brother Louie Louie Louie!

Oh she's only lookin' to me

Oh let it Louie

She's under cover

ó jájájájájá ;) schnilld

Eva Vestmann (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband