30.8.2007 | 10:22
Klúbbalæti
Jæja gott fólk. Haldið þið ekki að ég sé ekki bara bæði komin með læsta heimasíðu og feisbúkk. Svona geta hlutirnir snúist í höndunum á manni! Ég ætla ALDREI að segja aldrei aftur. Og ALDREI nokkurntímann ætla ég að lofa einhverju aftur.
Vinahópurinn er algjörlega búinn að vera át of kontról í að stofna klúbba í sumar. Ég er núna formlegur meðlimur í þremur klúbbum; Samkvæmisklúbbnum 'The Tonics', Vídjóklúbbnum 'Votu Tárin' og núna síðast Matarklúbbi, hvers nafn ég vil ekki nefna á minni heimasíðu af persónulegum ástæðum.
Fyrir utan þessa þrjá er ég náttúrulega ennþá formaður Neðanberaklúbbsins. Það er reyndar búið að fjölga í þeim klúbbi og það fer að líða að formannsskiptum. Ég tilnefni Dundu sem eftirmann minn. Þess má til gamans geta að þegar ég leitaði að 'neðanberi' á google birtist þessi mynd af Davíð, sem við þekkjum öll. Neðanberarnir leynast víst víða.. ég legg til að hann verði gerður að heiðursmeðlimi.
Annars er lífið bara gott. Ég hætti í vinnunni á morgun og fer í þriggja vikna óvissufrí með listrænu ívafi. Öll tilboð um partý, sveitaferðir, matarveislur, gjörninga, kaffihúsaferðir, yfirlestur, þýðingar eða bara vottever eru vel þegin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þér er hér með formlega boðið í heimsókn til mín í Ljósheimana. Á boðstólnum verður matur með listrænu ívafi og þér er velkomið að þýða eitthvað nú eða lesa eitthvað yfir -- nóg er af bókum á heimilinu.
Joe (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 18:43
Nektarklúbbabúbbar?
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 3.9.2007 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.