13.10.2007 | 20:20
Tiiiiime is on my side
Hallóhalló
Ég er búin að eiga ansi góða viku. Á miðvikudeginum kom kanadíska vinkona mín í heimsókn og bauð mér í afmælisdinner sem sambýlingar hennar voru að elda handa henni. Hún var eldrauð í framan og vandræðaleg og eftir smá samræður um daginn og veginn sagðist hún þurfa að játa svolítið fyrir mér. Málið var að þegar ég hitti hana fyrst þá sagðist hún vera 29 ára, en raunin var sú að þennan dag átti hún 34 ára afmæli. Mér fannst þetta svo skrýtið allt saman að ég gat ekki annað en hlegið, hún var með tárin í augunum og þótti þetta allt saman voða leiðinlegt, hún hafði ekki hugmynd um af hverju í ósköpunum hún hafði verið að ljúga til um aldur. Ég sá að henni þótti þetta í alvörunni töluvert leiðinlegt svo ég reyndi að bæla niður hláturinn og sagði henni svo að ég tæki þessu alls ekki persónulega.
Við fórum síðan heim til hennar og borðuðum shepheards pie með sambýlingunum. Svo fórum við öll saman í göngutúr meðfram sjónum. Mjög indælt allt saman.
Mér tókst líka, með dyggum stuðningi Gústa besta, að setja final cut pro í tölvuna mína. Það er svona klippiforrit (til að búa til vídjó, mamma). Svo tók ég upp efni til að æfa mig á. Ég fékk aðgang að dansstúdíói í listasmiðju háskólans og tók sjálfa mig upp, að dansa. Gaman að því.
Fyrir utan það er ég bara búin að vera að pirra mig svolítið á strætókerfinu hér. Það virkar nefnilega þannig að strætóarnir stoppa stundum ekki. Og stundum eru þeir bara of fullir til að geta stoppað, þá sigla þeir bara framhjá og skilja mann eftir, sáran og einmana.
Annars er ég ekkert sár og einmana. Mér finnst tíminn líða fáránlega hratt, það eru hundrað hlutir sem ég á eftir að gera áður en ég kem heim og ég vona að mér takist að gera allt, heimsækja alla sem mig langar að heimsækja og skoða allt sem mig langar að skoða. Fyrir utan náttúrulega að sinna náminu..
Ég vona að allir séu heilsuhraustir og sakni mín hæfilega mikið :)
Lofjú!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Facebook
Athugasemdir
Jú, jú ég er bara nokkuð heilsuhraust, takk fyrir. Sakna þín alveg svolítið samt sko. Jamm.
P.s. viltu einhverntíma taka mig upp á video að dansa?
Jónína (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 15:58
Ertu ekki alveg örugglega klárlega og bókað að fara að sýna þetta myndband hérna? Já og ég sakna þín klárlega líka! Ætla að bala speltpizzu, þér til heiðurs, um leið og ég get...
Hjalti Þór (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 16:11
Ég sakna þín klárlega líka. Alveg fullt. En ég hlakka til í næsta Berta að skrifa þér nokkrar línur. Og vonandi að lesa eins og eitt stykki bréf frá þér...
Dagný Rut Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 22:15
Af hverju stendur Dísa við eina skrítnu mydnina af þér?!?!?!?!
Annars nokkuð hress og sakna þín alveg svakalega.
Takk takk frá stelpunum fyrir póstkortið og kveðjuna á síðunni þeirra.
kv,
Dísa og co
Dísa (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 23:37
ohhhhhh hvað ég sakna þín mikið!!!! viltu ekki bara koma fljótlega heim:)
Valdís Anna Jónsdóttir, 16.10.2007 kl. 23:07
Æ miss jú! En mikið var annars gaman að skoða Photobooth myndirnar af þér :) Gotta love Mac, right!? ;)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 17.10.2007 kl. 11:21
hó hó! hvar fékkstu final cut?????
karl Ágúst Þorbergsson (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 12:03
hæ vilborg
langar þig ekki að skella einu ljóði inná ;)
bara fyrir mig
p.s. ég sakna þín
þín adda
adda (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 23:21
Elsku krúsídúllan mín.
Voðalega er gott að heyra að þú skemmtir þér vel! Annars rita ég hér inn því mig vantar nauðsynlega að fá heimilisfangið þitt, og þú virðist aldrei svara mér á msn... ég hef kosið að líta svo á að forritið sé eitthvað bilað, en ekki að þú viljir ekki tala við mig. Kannski maður sendi þér svona gamaldags sendibréf nefnilega, alltaf gott að hafa möguleikann á því! Lofa samt engu því ég er alveg einstaklega framtakslaus í svona sendibréfum eins og þú kannski veist!
En allavega... kysskyss ástin mín og ég sakna þín alveg helling!
Þín fyrrverandi sambýliskona og maki...
P.s. ég elska þig.... ;)
Fanney (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:24
Sko! Núna er ég að reyna að tala við þig á msn og þú hunsar mig bara! hnuss!
Fanney aftur (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 12:12
JÆJA!!!!!!
Mig þyrstir í fréttir af þér... og sakna þín... og tek undir með Fanney, af hverju ertu online á msn en svarar okkur ekki?? Grát og snökt og snýt í ermi...
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 26.10.2007 kl. 14:53
Jæja, ég er fegin að þetta er ekkert persónulegt við mig... Enn og aftur ertu að hunsa mig á msn... ég er líka farin að gráta...
J. Fanney (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.