Neyðarblogg

Ég svara alltaf þegar þið talið við mig á msn og ég er við tölvuna. Ég veit ekki af hverju ég virðist alltaf vera online, en ég er það svo sannarlega ekki.

Ég hef ákveðið að fá mér ekki internet í íbúðina eftir allt saman. Ég ætla frekar að eyða peningunum í Frankfurtferð, fara á Boney M tónleika þar og svo til Manchester að hitta besta fólk í heiminum (fyrir utan náttúrulega þá sem eru að móðgast akkúrat núna),Möggu og Reynir. 

Þannig að ég er næstum því aldrei online. Ef þið reynið að tala við mig og ég svara ekki, þá skulið þið hugsa fallega til mín. Ekki bölva mérErrm

Ég fer alveg að skrifa almennilegt fréttablogg, en ég verð að láta þetta duga í bili.

Ég læt eina mynd fylgja með þessu. Ég get ekki snúið henni, en þetta eru ég og Sarah búnar að klífa heila hæð til að komast að þessu minnismerki. Landslagið hér er frábært, ég mæli með heilsubótargöngutúraheimsókn til mín.

Verið þið blessuð.  

IM004374

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú þetta er nú gott að vita að þú ert ekki online eftir allt saman. Ég kansela þá bara voodooinu og ef að óeðlilegur hárvöxtur hefur átt sér stað á óeðlilegum stöðum þá biðst ég innilegrar afsökunar

Ólafur Eiríkur Þórðarson (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: Valdís Anna Jónsdóttir

Gott að heyra að þú ert á lífi:)

 Hafðu það gott krúzla mín, sjáumst fljótt!!:):):)

Valdís Anna Jónsdóttir, 28.10.2007 kl. 17:50

3 identicon

BLÓT OG BÖLV!

Reynir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband