29.10.2007 | 11:07
Wowser!
Ég var að skila fyrsta verkefninu hér. Ég þurfti að fylla út heila skýrslu um hver ég væri og af hverju ég væri að skila þessu verkefni. Þegar ég var búin að því fékk ég þessa fínu kvittun fyrir að hafa skilað. Vúhú.
Af mér er allt gott að frétta. Á laugardaginn síðastliðinn fór ég á svæðisfund Al-Anon í Birmingham. Al-Anon deildin hérna er alltaf að senda mig á einhverja fundi og ráðstefnur sem fulltrúa þeirra (líklega af því að enginn annar nennir því) og það er frábært. Ég hitti fullt af fólki og drekk mikið kaffi og skemmti mér vel.
Ég og Sarah erum duglegar að finna okkur eitthvað að gera. Við erum búnar að ganga á báðar hæðirnar sem girða bæinn af og kanna gönguleiðir á hæðinni sem háskólinn er á. Það er mikið af hæðum hér í Wales, ég sá það í lestarferðinni til Birmingham, en eitthvað minna um fjöll. Fyrir utan göngutúrana er ég dugleg að bjóða henni í mat og hún dregur mig með sér á dansnámskeið og söfn.
Ég er á alfa námskeiði í kirkju hér í bæ. Fyrir þá sem ekki vita hvað alfa námskeið er þá er það námskeið til að kynna kristindóminn fyrir fólki, s.s. hvað það þýðir að vera kristinn. Ég er ósammála næstum öllu sem námskeiðið gengur út á en þetta er brilliant leið til að kynnast fólki og læra um trúarbrögð í leiðinni. Ég hef mikinn áhuga á öllu svoleiðis. Við hittumst á þriðjudögum, byrjum á að borða saman kvöldmat, horfum svo á DVD og skiptum okkur svo niður í hópa og ræðum það sem talað var um á DVD-inum.
Næst á döfinni er lestarferð upp með dalnum sem liggur upp af Aberystwyth. Hann heitir Rheidol Valley og við endann á honum er eitthvað sem heitir Devil's Bridge. Þar eru göngleiðir og náttúruminjar einhverjar sem við Sarah ætlum að reyna að skoða á fimmtudaginn.
Svo fer ég í helgarferð með trúboðunum á Alfa námskeiðinu helgina 9. til 11. nóv. Aldrei að vita nema maður frelsist þá.
3. nóvember er Al-Anon ráðstefna í Shrewsbury sem ég væri alveg til að fara á því í Birmingham kynntist ég skemmtilegum kynskiptingi frá Nottingham sem ég veit að verður þar og ég væri til að hitta aftur.
Í vikunni þar á eftir er frí í skólanum. Ég á eftir að finna mér eitthvað sniðugt að gera þá vikuna. Reyndar gæti ég í alvörunni þurft að nota fríið til að læra því vikuna þar á eftir er ég að fara til Frankfurt og svo til Manchester.
Veðrið er yndislegt. Það er peysuveður flesta daga. Sól og blíða. Í gær breyttum við yfir í vetrartíma en náttúran segir mér að það sé ennþá bara haust.
Sem sagt; það er nóg að gera. Gaman að vera hér. Ég sakna Íslands og fólksins heima hæfilega mikið, hlakka til að koma heim en er líka alveg að elska það að vera á nýjum stað og gera nýja hluti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
flott hja þér, ég fór einu sinni a alfa helgi og guð minn góður ég lærði mikið um það að ég væri þokkalega fordómafull manneskja. Mér fannst þetta mjög pirrandi og predikararnir fáránlegir en... fullt af góðu fólki líka til að kynnast og líka fullt af skrítnu.
ein sagði við mig að ég myndi ekki skilja þetta fyrr en ég upplifði það að frelsast og hún talaði um frelsunina eins og hún færi jafngildi bestu fullnægingar í heimi.
úff ég varð svo hrædd.
ætli ég hafi ekki lent bara með skondnum hóp, maður spyr sig. Nema þetta hafi allt verið fordómar í hausnum á mér.
allavegana, Vilborg þú ert hugrökk stelpa að hætta þér út í þetta. Kannski ég gefi þessu annan séns eftir allt saman.
knús adda
adda (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 22:58
Hey, haettu ad kalla mig kynskipting!
Heidar i Nottingham (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 12:01
En æðislegt að sjá hvað allt gengur vel hjá þér, þú ert bara alveg að meika það sæta mín:)
Vonandi kemurðu heim um jólinn:)
Andrea og Bjarney biðja að heilsa þér og hafðu það sem allra best.
Knús og kossar
Soffía og co
Soffía (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 22:22
Þetta er póstmódernískasta bloggfærsla sem ég hef lesið.
Karl Ágúst Þorbergsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 11:23
Frábært að lesa hvað allt gengur vel hjá þér og hvað þú skemmtir þér vel!:) Njóttu þess áfram að vera í nýju landi að gera nýja hluti;)
Knús og kossar Hrönn
p.s. sendi þér e-mail í gær, veist af því þegar þú ferð næst á netið;)
Hrönn (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 14:32
Sammála Kalla...
Vá!
Kær kveðja...
Hannes Óli Ágústsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 21:10
Ja Vilborg. Ég sé sveitaprestakallið nálgast. Þú manst að ég ætlaði að sjá um lömbin. Hlakka til að sjá þig.
mamma (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 23:16
Ó þú ert svo dúleg! :)
Sakna þín.... komdu fljótt heim!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 1.11.2007 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.