Ókei

Ég er að drekka afskaplega vont kaffi. Það rignir og enginn hefur kommentað á færsluna frá því í gær. Ég gæti verið miður mín, en ég er það ekki. Lífið er frábærtSmile

Ég sit í miðstöð listanna hér í bæ og er að bíða eftir bekkjarfélögum mínum. Við ætlum að vinna verkefni sem við eigum að skila 28. nóvember. Þetta er rosa góður hópur sem ég er í, þau gera allt og klappa mér svo vinalega á bakið og segja: "þú ert bara útlendingur Vilborg mín, þú þarft ekki að gera neitt". Það kemur sér vel fyrir mig þar sem ég hef í nógu öðru að snúast.

Ég komst að því í gær að Eva, mín kæra bekkjarsystir og vinkona, er húsnæðislaus eins og ég þegar hún kemur heim, svo planið er núna við leigjum saman. Ég ætla að fara á stúfana þegar ég kem heim og leita að íbúð handa okkur. Ef þið lumið á íbúð í mið- eða vesturbæ Reykjavíkur sem býður af sér góðan þokka og kostar ekki of mikið þá megið þið láta mig vita. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

skaftfell.is

Einar Bragi Bragason., 8.11.2007 kl. 14:22

2 identicon

Ég veit ekki um neina íbúð ákkúrat núna, en ég skal lofa þér að hafa augun opin! Sérstaklega fyrir íbúðum hérna í nágrenninu... Spurning hvort ég reyni ekki bara að bola "ruslakonunni" á móti út... Það væru nú ekki ónýtt að geta spjallað saman yfir uppvaskinu í gegnum ruslalúguna!  Vá, mér finnst þetta frábær hugmynd! En hvernig ég kem kellingunni út, og passa að þið þyrftuð ekki að búa með syninum elskulega veit ég ekki alveg...

Annars bið ég bara að heilsa til útlanda

Fanney (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 17:38

3 identicon

Ég skal hafa augun opin fyrir íbúð til leigu. Ja hérna þú ert bara alveg að fara að koma heim aftur :-) Mikið er það nú ánægjulegt -- ég vil bara hafa þig hérna hjá mér mín kæra.

Jónína (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 09:03

4 identicon

Þið megið búa í geymslunni hjá mér, hún er alls ekkert nálægt mið eða vesturbænum og ber ekki nokkurn þokka.

Getið þið svo greitt mér með að sængja hjá mér svona 2-3 í mánuð. Svona allt eftir því hversu lífleg ég er.

ÁsaÓla (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband