Oggulítil ferðasaga og óstjórnlegur pirringur

Snapshot 2007-11-26 13-15-08Er þetta mynd? Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera í sambandi við að setja myndir inn á internetið. Það gengur alltaf svo hægt hjá mér. Og ef það er eitthvað sem gerir mig geðveika þá er það tölvuvesen. Tölvur og internet sem gera ekki það sem ég vil þegar ég vil að það gerist. Úffffff hvað ég verð pirruð.

En ég ætlaði ekki að blogga um pirring. Ég ætlaði að blogga um fjörið sem ég átti í síðustu viku í Þýskalandi og Manchester. Ef þessi mynd birtist eins og hún á að gera, þá sjáið þið mig, Friðgeir og Evu við gröf Röntgengs í Giessen, sem er bærinn sem Friðgeir stúderar í þessa stundina. Við heimsóttum þessa gröf tvisvar, héldum ræður og sungum lag, keyptum meira að segja blóm handa kallinum í seinna skiptið. Mér fannst fyndið að stuttu frá var gröf Rintgens að finna. Hann fékk ekki nándar nærri eins mikla athygli og Röntgen og ég vorkenndi honum svolítið.

Við fórum svo á Boney M tónleika daginn áður en ég hélt aftur til Bretlands. Hér er mynd af þeim gjörningi:
DSC00479

Oh þetta er svo pirrandi!! Af hverju getur þessi mynd ekki bara snúið rétt??

Úff ég get ekki bloggað fyrir pirringi. Ég ætla aðeins að slökkva á tölvunni og slaka á. Ég segi ferðasöguna seinna!

Hafið það gott þangað til þá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Apple er málið

Einar Bragi Bragason., 28.11.2007 kl. 23:33

2 identicon

Takk fyrir hittinginn í Manchester. Skemmtileg ferð... say no more...

Mæja (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband