Ferðalagasaga

fiffiogfru

Ferðin hófst snemma á föstudegi. Ég tók lest til London, allt gekk vel. Þegar þangað kom hitti ég Fiffa, en hann og frúin höfðu góðfúslega samþykkt að leyfa mér að sofa á sófanum hjá þeim eina nótt. Það var gaman að hitta Fiffa aftur eftir langt hlé, spjölluðum um allt milli himins og jarðar eins og við hefðum síðast hist í gær og það var yndislegt.

Daginn eftir flaug ég til Frankfurt. Á Heathrow var ég látin fara úr skónum og mér var bannað að taka vatn í brúsa með mér inní fríhöfnina. Þegar þangað kom var ég pínu glöð, nokkrar búðir, allir rólegir, kaffihús og veitingastaður, allt eins og það átti að vera. En brátt brátt fór mér að leiðast. Fluginu mínu var seinkað um óákveðinn tíma og ég ráfaði eirðarlaus um búðirnar sem ég fékk fljótlega leið á. Eftir þrjár klukkustundir af bið og óvissu fékk ég loksins að vita að von væri á flugvélinni eftir skamma stund. Ég tók gleði mína á ný, skellti í mig tvöföldum latté, einu bústi og ítalskri kjötbollusamloku og hélt svo af stað. Upp og áfram hugsaði ég, upp og áfram veginn, ég læt ekki þrjá klukkutíma í litlu terminali í útlöndum stoppa mig.

Friðgeir og Eva biðu mín á flugvellinum í Frankfurt. Ég var svo glöð að sjá þau loksins að ég grét næstum því (samtfrissiogeva bara inní mér). Við ákváðum að skoða okkur aðeins um í Frankfurt og fara síðan til Giessen og gista þar í hýbýlum Friðgeirs.

Ég get sagt ykkur það hér og nú að Friðgeir er besti gestgjafi allra tíma, hann bauð uppá kaffi, pizzur, ost og banana eins og við gátum í okkur látið og hikaði ekki við að láta mér eftir sængina sína þótt það þýddi að hann þyrfti að sofa í örþunnum svefnpoka sjálfur. Svo hafði hann stöðugar áhyggjur af því að okkur þætti ekki nógu gaman svo hann fann uppá skemmtilegum leik til að lyfta móralnum á hærra plan.

Leikurinn var svona: Ef einhver stakk upp á að gera eitthvað sem síðan reyndist ekki nógu skemmtilegt fékk sá hinn sami punkt. Í lok ferðarinnar voru svo punktarnir taldir saman og sá sem var með flesta punkta var augljóslega sá sem eyðilagði ferðina. Það var líka hægt að fá punkt fyrir að setja leiðinlega sögu eða eyða tíma hinna með einhverri vitleysu.

Það reyndist vera Eva sem eyðilagði ferðina, aðallega með alveg fáránlegu vali á börum og kebab stöðum, alveg fáránlegu segi ég. Og með því að láta okkur horfa á drepleiðinlegt listaklám. Friðgeir var líka með töluvert marga punkta, aðallega fyrir að segja leiðinlegar sögur og teygja lopann endalaust. Ég aftur á móti tók leikinn mjög alvarlega og var næstum ekki með neina punkta í lok ferðarinnar. Ég tók ekki ábyrgð á neinu, gerði bara það sem hin stungu uppá (alveg sama hvort mér leist á það eða ekki) og þagði næstum því allan tímann til að fá örugglega ekki neina punkta fyrir leiðinlegar sögur.

boneymEftir að hafa eytt tveimur heilum dögum í Giessen og gert allt sem þar er hægt að gera (eins og kom fram í pirringsblogginu hér á undan), lá leiðin aftur til Frankfurt til að fara á Boney M tónleika. Þeir voru í einu orði sagt frábærir. Það var aðeins einn meðlimur eftir af upprunalega bandinu en til reddingar var hún með dansara með sér sem fór úr að ofan, dillaði rassinum og tók nokkur heljarstökk á sviðinu. Þarf eitthvað meira? Ég held ekki.

Næst lá leiðin til Manchester þar sem Magga og Reynir biðu mín, ásamt Mæju og Steina, Öddu og Samúel og Möggu og Matta. Þegar ég mætti á svæðið voru allir í glasi og voða gaman. Það var allt uppbókað á hótelinu sem þau voru á svo ég reddaði mér gistingu á ódýru hosteli í grenndinni. Hef ég nú gist þónokkur hostel um ævina en aldrei neitt eins skuggalegt og þetta. Það var samt allt í lagi því mér finnst fátt eins skemmtilegt og að sofa í sama herbergi og ókunnugt fólk, sérstaklega skuggalegt ókunnugt fólk. Ég er ekki frá því að ég hafi séð nokkrar vampírur.. 

Það rann ekki af liðinu allan tímann sem ég dvaldi í Manchester en sem betur fer eru þau skemmtilegri full en edrú. Ég verslaði mér föt og drakk kaffi og reyndi að hafa hemil á þeim. Það var yndislegt að hitta þau, þótt stutt hefði verið og ég hlakka gífurlega til að koma heim um jólin og sjá í hvaða ástandi þau verða þá.

maggamanreynirman

egman

Siðan ég kom heim hef ég aðallega verið að læra og laga til. Inná milli býð ég fólki í mat og reyni að vera skemmtileg. Á morgun stendur til að fara í göngu á Cadar Idris sem er fjall hér í grenndinni. Ég ætla samt að sjá hvernig veðrið verður því í dag var það kreisí, rigning og haglél og ég veit ekki hvað og hvað.

Það eru rétt rúmar tvær vikur eftir af dvöl minni hér og ég verð að segja að ég á eftir að sakna Aberystwyth. Þetta er búinn að vera yndislegur tími.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdís Anna Jónsdóttir

Jiminn eini, bara 2 vikur þar til þú kemur heim!!!

En hvað það verður nú frábærlegayndislegaskemmtilegaskemmtilegt að hitta þig aftur:)

hlakka til

saknisakn

Valdís Anna Jónsdóttir, 1.12.2007 kl. 21:10

2 identicon

Já, djöfull er ég sár út í Evu. Þetta hefði getað verið svo skemmtileg ferð.

En ég er forvitinn. Fékkstu einhverja peninga hjá sparkassanum?

Friðgeir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 16:52

3 identicon

Nei, þeir sögðu bara: "Sparkasse in Frankfurt ist nicht das gleiche wie Sparkasse in Tuebingen, wir können dir leider nicht helfen". Þannig að ég verð bara að fara til Tuebingen ef ég á einhverntímann að fá þessa peninga.

Vilborg Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 11:03

4 identicon

Mikið hlakka ég til að fá þig heim.

Jónína (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 10:42

5 identicon

Á ekkert að koma með eina góða lokabloggfærslu áður en þú kemur heim?

Jónína (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 11:52

6 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

ohhh.. það koma alltof sjaldan færslur hérna inn maður!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 13.12.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband