13.12.2007 | 14:09
Kalt mat
Nú fer dvöl minni í Aberystwyth senn að ljúka. Sökum eftirspurnar hef ég ákveðið að setja hér inn loka bloggfærslu um veru mína hér. Færslan verður í formi tveggja lista. Annar listinn er yfir það sem ég á eftir að sakna héðan og hinn er yfir allt sem ég verð fegin að losna við.
Ég á eftir að sakna...
- fólksins sem ég hef kynnst hér, vina minna og allra sem reyndust mér vel.
- umhverfisins, hér er allt svo fallegt.
- Little Italy, veitingastaðarins sem er í sömu götu og ég bjó við. Ég hef farið þangað nokkrum sinnum og í öll skiptin fannst mér maturinn óvenjulega góður.
- sykurlausu ostakakanna sem ég fann í lítilli verslun hér í bæ.
- íbúðarinnar sem ég dvaldi í.
- bókasafnsins í miðbænum.
- skólans eins og hann leggur sig.
Ég á ekki eftir að sakna...
- fádæma lélegs skilnings á góðu kaffi. Ef það er eitthvað meira pirrandi en að fá ömurlegt kaffi í hendurnar þegar maður er búinn að hlakka til að gæða sér á góðum latté, þá veit ég ekki hvað það er.
- mannsins sem sér um klippi-stúdíóið í skólanum. Hann er pirraðasti maður sem ég hef kynnst. Ímyndið ykkur mig illa haldna af fyrirtíðarspennu nýbúna að verða fyrir vonbrigðum með kaffibolla, hann er tíu sinnum verri, alltaf. Ég veit ekki hvað er að honum.
- opnunartíma á kaffihúsum. Þau opna öll rétt eftir átta á morgnana og loka klukkan fimm, eða um það leyti sem ég kem niður hæðina eftir langan dag í skólanum og gæti langað á kaffihús. Svo eru þau lokuð á sunnudögum.
- fyrrnefnd hæð. Ég bý í miðbænum og skólinn stendur á hæð nokkurri sem er löng og frekar brött. Þetta gerði það að verkum að ég varð að taka strætó í skólann.
- strætókerfisins. Í ófá skipti hef ég þurft að horfa á eftir strætóum sem stoppuðu einfaldlega ekki þar sem ég beið. Ég held að kannski þurfi maður að vinka bílstjóranum til að hann stoppi.. Hvernig sem það er þá er það léleg þjónusta.
Þriðjudaginn 18. des kem ég heim til Íslands.
Laugardaginn 22. des fer ég norður til Akureyrar.
Ég hlakka mjög mikið til..
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi athugasemd gildir sem kúpon á rjúkandi góðan latté með okkur Jónínu á einu af betri kaffihúsum borgarinnar. Leystu hann út þegar þú kemur í bæinn.
Viðar (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 14:17
Alltaf að vinka, Vilborg. Alltaf!
Kveðja frá höfuðborg pirraðra strætóbílstjóra,
HeiðarS.
HeiðarS (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 15:37
úúú !
Kannski ertu á leiðinni núna! Ég fer norður í kvöld. Kannski að ég hitti þig þar
ÁsaÓla (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 10:48
Ég yfirmáta leiður yfir að missa af þér. Ég kem heim 23. Þá hitti ég þig ekkert fyrr en í febrúar, eða hvað?
Fridgeir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.