21.3.2008 | 09:37
Ţađ er fullkomnađ
Í dag er föstudagurinn langi. Ţađ er ţví varla viđ hćfi ađ segja hér sögur af veraldlegri velgengni minni undanfarna daga. Ég ćtla ţessvegna ađ fresta ţví um óákveđinn tíma ađ segja ykkur frá verđlaunum sem viđ Eva Rún Snorradóttir unnum fyrir mínútumynd í keppni sem var haldin á vegum Femínistafélags Íslands á dögunum.
Í dag á fađir minn líka sjötugsafmćli. Ég fór á fćtur klukkan átta og eldađi handa honum hafragraut á međan hann hitađi kaffi. Í bernsku var hann neyddur til ađ borđa alltof ţykkan hafragraut og hefur síđan hann fór ađ ráđa sér sjálfur alltaf gert sér graut sem er meira í ćtt viđ súpu en nokkuđ annađ. Ég var búin ađ steingleyma ţví. Hann píndi samt í sig ţessu ţykkildi sem ég bjó til og sagđi ađ á svona tímamótum ćtti mađur einmitt ađ minnast liđinna ára.
En viđ skulum ekki láta léttlyndiđ grípa okkur um of, nú skulum viđ minnast pínu Krists á krossinum. Hér er mynd:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Facebook
Athugasemdir
elsku villa viđ söknum ţín í húsinu. reyndar ég hálf vandrćđalega mikiđ ţar sem ég og friđgeir fórum á tónleika í gćr og ég heyrđi sprengjuhöllina syngja vilborg í öllum lögunum sínum. hafđu ţađ gott á norđurlandinu. evarun
eva run (IP-tala skráđ) 21.3.2008 kl. 21:53
Já. Ţađ er tómlegt án ţín í húsinu. Til hamingju međ föđur ţinn.
Friđgeir Einarsson, 22.3.2008 kl. 20:06
Gleđilega páska og til hamingju međ gamla :) hafđu ţađ gott
Eva (IP-tala skráđ) 23.3.2008 kl. 22:30
Skák.
Áhorfandi (IP-tala skráđ) 25.3.2008 kl. 09:20
er ţetta ekki full kristilegt, kona?
Karl Ágúst Ţorbergsson (IP-tala skráđ) 27.3.2008 kl. 11:14
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.