Saga mömmu

Mamma mín fór til læknis í gær að láta taka af sér horn. Kerlingarnar í vinnunni spurðu hvort hún ætlaði ekki líka að láta taka af sér halann, svo hlógu þær hátt og mikið.

Ég veit þetta af því að ég hringdi í mömmu mína í gær. Ég hringdi líka í Dísu og Jónínu og Öddu og Möttu af því að SKO átti afmæli í gær og ég gat þessvegna hringt frítt í öll númer innanlands. Ég vildi að ég hefði nýtt það betur. En svona er það stundum í lífinu, maður óskar þess stundum að hlutirnir hefðu farið öðruvísi en þeir gerðu.

Reyndar geri ég minna af því í dag en ég gerði einu sinni. Í dag lifi ég bara einn dag í einu, velti mér hvorki upp úr fortíðinni né því sem gæti gerst í framtíðinni. Það er rosa fínt.  

Mér finnst gaman að vera til í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Einar Bragi Bragason., 3.4.2008 kl. 00:03

2 identicon

Jæja, nú er ekki hægt að hringjast á nema fyrir stórfé svo nú verð ég að nota tölvuófétið. Gott er nú að vera laus við hornið og fegin verð ég að losna við saumana.Undirbúningur fyrir afmæli nöfnu er í fullum gangi, annars allt rólegt og friðsælt.Gaman að svona foreldrasögum.

mamma (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband