Internet

Nú er komið internet á heimili okkar. Ég hef verið að lofsyngja frelsið sem felst í því að geta bara farið fram á náttfötunum á morgnana, opnað tölvuna og verið komin í samband við umheiminn strax. Reyndar festist ég svolítið á barnalandi og í southparkglápi í gærkvöldi, gleymdi að læra og nennti ekki að hitta fólk. En hvað með það? 

Jæja, ég þarf að klæða mig fyrir daginn. (Ég er s.s. á náttfötunum, ógeðslega free). Ég ætla að læra smá og gera svo eitthvað með Jónínu systur minni og Viðari kærastanum hennar. Þau stungu upp á bíltúr á Selfoss.. Þau eru náttúrulega komin af léttasta skeiði. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá hvað ég get innilega ekkert sagt um þessa færslu, nema það að þú virðist lifa rosalega innhaldslaus og tilbreytingarlitlu lífi þessa dagana. þú átt samt enn eftir að taka scrabble áskorun minni!

Heiðar (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 15:31

2 identicon

Ég vil samt bara segja það að þú ert alveg yndisleg mannvera, átt allt gott skilið og er með ótrúlegt siðferðisþrek.

Heiðar (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband