23.4.2008 | 15:14
Bæbæ vetur
Í dag er síðasti vetrardagur. Mér finnst vera ástæða til að halda upp á hann alveg eins og sumardaginn fyrsta. Þessvegna, og vegna þess að mér var sagt að fara í frí, er ég í fríi í dag. Í tilefni af því hef ég nú þegar lagt mig og næst ætla ég að fara í Bónus.
Ég tók mynd af mér rétt eftir að ég vaknaði áðan. Mögulegir titlar eru Hvað er að trufla þig? Og Öðruvísi mér áður brá. Og jafnvel: Horft á eftir vetrinum með trega í hjarta.
Ef allt gengur að óskum verð ég komin heim eftir sirka fjörutíu mínútur með fleiri fleiri vörur í poka.
Hér er ein hugleiðing í lokin: Væri ekki eðlilegra að segja fjögurtíu í staðinn fyrir fjörutíu?
Eigið góðan dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
æji ferðu ekki alveg að koma heim:)
Valdís Anna Jónsdóttir, 27.4.2008 kl. 17:12
nei, auðvitað meinti ég til Akureyrar... heim til mín bara:)
Valdís Anna Jónsdóttir, 27.4.2008 kl. 17:12
Getur ekki verið að það sé eitthvað mystískt samband á milli fjörunnar og tölunnar 4?
Hannibal Garcia Lorca, 1.5.2008 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.