1.5.2008 | 23:32
Fjölskylda og vinir
Magga vinkona mín var hjá mér síðustu helgi. Það var alveg yndislegt að hafa hana og ég vona að hún komi aftur til mín sem fyrst því hún er fyndnust og best.
Annars er það af mér að frétta að ég er komin í einhverjar ullarbuxur sem systir mín í Ameríku sendi yfir hafið. Ég geri ráð fyrir að hún hafi sent þær með flugvél frekar en með skipi, en þó veit ég það ekki fyrir víst. Það er langt síðan ég var í buxum síðast. Ég er alltaf í kjólum endalaust.
Ég var á Akureyri í gær. Ég stoppaði bara ofurstutta stund, en á þeim stutta tíma náði mamma mín að elda svínarif, kjúklingaleggi og fiskibollur frá deginum áður og pabba tókst að teikna fyrir mig þrjár gerðir af eilífðarvélum, tvær sem hann hefur þegar prófað að smíða og virka alveg áreiðanlega ekki, og eina sem hann er svo viss um að virki að honum finnst ekki einu sinni taka því að byrja að smíða hana til að gá.
Ég læt hér fylgja með smá myndaseríu af Möggu. Hún er óð í photobooth.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ha, ég sem hélt að ég væri best?
Jónína (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 12:56
gaman væri ef hægt væri að glugga í þessar teikningar...ég segi ekki annað.
Karl Ágúst Þorbergsson (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.