Multi-skilled artist looking for work. Good with spiders.

Í dag er ég manneskja sem horfist í augu við óttann og framkvæmir hlutina.

Ég vaknaði seint, en leið vel með það. Lá í rúminu svolitla stund og hugleiddi hvað biði mín. Svo fór ég á fætur í rólegheitunum, eldaði mér hafragraut í morgunmat og hitaði kaffi. Eftir að hafa drukkið hartnær líter af kaffi þurfti ég að pissa svo ég fór á klósettið. Ég hafði ekki fyrr kveikt ljósið en ég sá að þar biðu mín tvær köngurlær.

Ég hef löngum verið þekkt fyrir að vera kjánalega hrædd við þessháttar kvikyndi, en í dag ákvað ég að láta ekkert buga mig. Ég náði mér í hársprey og dagblöð, klæddi mig í skó og vettlinga (til viðbótar við náttfötin sem var þegar íklædd) og lagði svo til atlögu.

Ég verð að viðurkenna að ég grét pínulítið þegar þær reyndu að flýja eitrið sem var ekki nógu skilvirkt til að drepa þær strax. Og mér fannst óskaplega erfitt að kremja þær og taka þær síðan upp með dagblaðinu, en ég gerði það samt. Og svo henti ég þeim út í tunnu. Núna líður mér loksins eins og alvöru karlmanni og finnst ég töff. Er að hugsa um að byrja að reykja vindla og drekka viskí úr flöskunni, fá mér mótorhjól, flytja til Ástralíu og drepa þar stærri dýr. Kannski krókódíla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ræð þig þá í vinnu næst þegar að ég lendi í svona köngulóar aðstæðum.  

Jónína (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:58

2 identicon

ask?

Reynir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband