29.6.2008 | 12:03
Það er til borg sem heitir Spilaborg
Ég er norðan heiða í faðmi fjölskyldu minnar. Þetta er hluti af henni; gamla fólkið og litlu börnin. Þetta vaknar fyrir allar aldir. Sem betur fer eru þau lunkin við að hella upp á rótsterkan sopa, annars væri ég varla vakandi.
Amman getur búið til spilaborg úr heilum spilabunka. Afinn vill horfa Eddy Murphy í sjónvarpinu áður en hann fer í búðina eftir mjólk. Amma sagði að það væri allt í lagi en aðrir mótmæltu, einkum vegna þess að klukkan er 11 fyrir hádegi. Fimm ára barnið raular með sálmunum í útvarpinu og yngsta barnið talar tungumál sem enginn skilur. Faðir barnanna liggur í rúminu, ofurlítið slasaður á auganu.
Hvað þýðir miskunn?
Miskunn? Miskunn er náð. Veistu hvað náð er?
Hvað?
Ég veit það ekki alveg sjálf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Njóttu lífsins í faðmi fjölskyldunnar.
Júdas, 1.7.2008 kl. 08:20
Rosalega eru þetta myndarleg börn;)
Soffía (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 21:24
Fjölskyldur eru ágætar. Um það er ekki deilt svosem.
Takk fyrir sambúðina svo. Þetta var fínt.
Bjarki (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 20:03
Ég verð bara að vera sammála mömmunni hér að ofan. Þessi börn eru algjörar rúsinur. Gamla settið er líka frábært í alla staði.
Dísa (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.