23.8.2008 | 18:43
Kaflaskil
Nú fer að líða að lokum dvalar minnar hér á Borgarfirði eystra. Til að allar upplýsingar komist skipulega til skila hef ég ákveðið að gera tvo lista. Einn yfir það sem ég lærði og annan yfir það sem ég lærði ekki.
Það sem ég lærði:
- Ég get búið til hvað sem er úr pappamassa.
- Ég get búið til hvað sem er úr tómum kornflexpökkum.
- Ég kann að teikna.
- Ég veit hvernig á að ryksuga flugur í handryksugu, dauðar og lifandi, og mér finnst það ekkert ógeðslegt.
- Um miðbik dvalar minnar hér lærði ég loksins að ég er of stór fyrir kjallarann og efri hæðina á þessu húsi og hætti að reka höfuðið upp undir alltaf.
Það sem ég lærði ekki:
- Hvernig á að borða slátur.
- Hvernig á að fá hunda til að hlýða.
- Hvernig best sé að skilja við hund sem vælir og ýlfrar eins og maður sé að slíta úr honum hjartað þegar maður fer frá honum.
- Hvernig á að hætta að bregðast við býflugum á öfgafullan hátt sem gerir lítið úr sjálfri mér og viðstadda vandræðalega. (Nýjasta varnarviðbragðið er að ræskja mig mjög hátt og lengi svo ég heyri ekki í suðinu í þeim. Það er alveg eins geðveikislegt og það hljómar).
Hér er mynd af mér í heimatilbúinni atferlismeðferð til að losna við fælnina, ég tek stöðugum framförum:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vilborg, hef ég sagt þér að ég elska þig! Lately?
Dunda (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 11:48
lol
Friðgeir (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 17:12
Ohhh hvað ég sakna þín! Þarf að taka þig mér til fyrirmyndar og græja svona geitungamynd.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 26.8.2008 kl. 11:07
:D ég hlakka til að heyra háa ræskjið sem kemur í stað -fórnahöndumoghlaupaútöskrandi-
en þú ert töff sama hvað! fkn tööööfffff!
reynzi beauty (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 12:06
Hahahaha.... þú ert svo dásamleg. Hugræn atferlismeðferð virkar samt! Haltu bara áfram að reyna. Get ég samt beitt hugrænni atferlismeðferð við hræðslu á slitnum hásinum?
Dagný Rut Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.