Það er gaman!

Mamma tíndi fullt af berjum handa okkur systkinunum svo við myndum ekki svelta í vetur. Ég borða ber á hverjum degi og hef sjaldan verið hraustari, sem er gaman. 

Fleira sem mér finnst gaman:
- Að hjóla stuttu eftir rigningu um kvöld, þegar malbikið er blautt og götuljósin speglast í því.
- Að hjóla í skólann að morgni til þegar næturfrostið er að fara úr grasinu (passa þá að hjóla á grasinu, það er gaman).
- Að fá sér heimalagaða kjúklingabaunasúpu í hádegismat, vera síðan boðið að borða heimalagað lasagne strax í kjölfarið og fá svo heimalagaða linsubaunasúpu skömmu síðar, það er rosa gaman!

Hér er mynd:

bláberjagleði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha já vilborg mín...lífið er yndislegt!!

Reynir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 14:55

2 identicon

Ertu með varalit?

Joe (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 12:02

3 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Flottur listi ! Ég ætla að smella mér í gera einn snöggvast...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband