2.11.2008 | 21:50
Það er margt í mörgu
Ég er stödd á Akureyri. Sit í sófa að horfa á danskt sjónvarpsefni, þó ekki Klovn, heldur eitthvað sem er kallað Sommer. bíddu nú er eitthvað að gerast, eldri maður er staddur í afmælisveislu og hann var greinilega að komast að einhverju sem kemur honum í uppnám. Allir hinir gestirnir fylgjast með afmælisbarninu fara í heljarstökk. Noh, og svo líður bara yfir manninn. Skyldi hann hafa fengið hjartaáfall? Það er engin leið að vita það. Ég missti smá af af því að ég var að skrifa þetta. Nú er kallinn kominn á lappir aftur, hann lítur hræðilega út eftir þetta áfall sem hann fékk. Eða bíddu er þetta sami maðurinn? Hann eitthvað að fárast út í lækninn sinn fyrir að tala ekki almennilega dönsku. Það hefur eitthvað komið honum verulega úr jafnvægi. Æjæj, og svo er ljóshærð kona ælandi upp við ljósastaur, ég held það sé tengdadóttir þessa manns. Afmælisbarnið, sem er greinilega sonur mannsins, er að kyssa þessa konu. Þau voru saman úti í Afríku fyrr í þættinum, hann var eitthvað að fræða fólk um smokkanotkun og hún að taka myndir. Og svo grætur gamli maðurinn. Grætur og grætur í gulu húsi. Eða nei, hann er á sjúkrastofnun. Það er annað fólk í gula húsinu. Einhverjar tvær ungar og huggulegar stúlkur að laumast. Ohh, og kona í samstæðum íþróttagalla, fjólubláum, situr þarna í sófa í stofunni alein og hefur greinilega verið að gráta líka. Og nú er þetta búið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
Athugasemdir
Ég trúi ekki að ég hafi misst af þessum þætti. Hann hljómar bráðskemmtilegur.
Dagný Rut Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 08:51
ég myndi segja að þetta væri ljóð Vilborg.
Karl Ágúst Þorbergsson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 12:33
Jisús! Ég var bara orðin geðveikt spennt þarna undir lokin, og svo bara "búið"! Þvílíkt spennufall verð ég að segja!
Skemmtu þér vel á Akureyri, gæti sko alveg hugsað mér að vera þar í stað þess að vera hér.
J. Fanney (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:02
bíddu engin mynd!?!?!??? ...hvar er myndin af okkur saman!??? ÉG HEIMTA BETURUMBÆTUR!
Reynir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.