16.4.2008 | 23:56
Viva la collage og afmæli
Jæja. Mín var bara að koma heim úr afmæli. Stelpan er orðin svo dugleg að sósíalísera í seinni tíð.
Ég held ég haldi áfram að deila sjálfsmyndasafninu með heiminum. Hér er ein mynd af mér og listaverki sem ég gerði í félagi við allavega Kalla, Evu, Friðgeir, Snæbjörn og Árna, og gott ef ekki fleiri, síðastliðið laugardagskvöld. Sama kvöld sömdum við Kalli ljóð í heila ljóðabók, hönnuðum kóver og gáfum hana út. Hún er til í einu mjög verðmætu eintaki, ef þið viljið bjóða í hana þá megið þið það alveg.
Myndin hefur hliotið heitið Hálf sagan sögð.
Að endingu langar mig að óska afmælisbarni dagsins, Elísabetu Jökulsdóttur galdraprinsessu, til hamingju með 50 árin.
11.4.2008 | 10:25
Stúlkukindin
Vissuð þið að ég var einu sinni svo lítil að ég kunni ekki að tala, slefaði bara og svaf rosa mikið og grenjaði þess á milli? Ég réði meira að segja ekki við hægðir mínar og þvaglát. Ég gat ekki tuggið því ég var ekki með neinar tennur eða neitt. Og heimiliskötturinn var stærri en ég þegar hann teygði úr sér.
Það hefur ræst alveg ótrúlega úr mér. Eiginlega mætti segja að líf mitt hafi einkennst af stöðugum framförum.
Hér kemur mynd dagsins, ég kalla hana Yfir hafið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.4.2008 kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.4.2008 | 16:34
Zwei
Ef það er ekki internetið sem er að stela frá mér tíma þá er það photobooth. Ég á orðið mjög gott safn af sjálfsmyndum. Hér er ein slík. Ég kalla hana: After the night we spent together you've been edgy and weird.
10.4.2008 | 09:39
Fyrir Möggu
Ég rakst á svo skemmtilega síðu á flakki mínu um veraldarvefinn. Þetta er heimasíða keppni sem heitir Mister Handsome Venezuela. Myndirnar eru frá 2007.
Hér er sýnishorn:
Þeir eru fáránlega myndarlegir.
6.4.2008 | 11:24
Internet
Nú er komið internet á heimili okkar. Ég hef verið að lofsyngja frelsið sem felst í því að geta bara farið fram á náttfötunum á morgnana, opnað tölvuna og verið komin í samband við umheiminn strax. Reyndar festist ég svolítið á barnalandi og í southparkglápi í gærkvöldi, gleymdi að læra og nennti ekki að hitta fólk. En hvað með það?
Jæja, ég þarf að klæða mig fyrir daginn. (Ég er s.s. á náttfötunum, ógeðslega free). Ég ætla að læra smá og gera svo eitthvað með Jónínu systur minni og Viðari kærastanum hennar. Þau stungu upp á bíltúr á Selfoss.. Þau eru náttúrulega komin af léttasta skeiði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2008 | 13:05
Saga mömmu
Mamma mín fór til læknis í gær að láta taka af sér horn. Kerlingarnar í vinnunni spurðu hvort hún ætlaði ekki líka að láta taka af sér halann, svo hlógu þær hátt og mikið.
Ég veit þetta af því að ég hringdi í mömmu mína í gær. Ég hringdi líka í Dísu og Jónínu og Öddu og Möttu af því að SKO átti afmæli í gær og ég gat þessvegna hringt frítt í öll númer innanlands. Ég vildi að ég hefði nýtt það betur. En svona er það stundum í lífinu, maður óskar þess stundum að hlutirnir hefðu farið öðruvísi en þeir gerðu.
Reyndar geri ég minna af því í dag en ég gerði einu sinni. Í dag lifi ég bara einn dag í einu, velti mér hvorki upp úr fortíðinni né því sem gæti gerst í framtíðinni. Það er rosa fínt.
Mér finnst gaman að vera til í dag.
21.3.2008 | 09:37
Það er fullkomnað
Í dag er föstudagurinn langi. Það er því varla við hæfi að segja hér sögur af veraldlegri velgengni minni undanfarna daga. Ég ætla þessvegna að fresta því um óákveðinn tíma að segja ykkur frá verðlaunum sem við Eva Rún Snorradóttir unnum fyrir mínútumynd í keppni sem var haldin á vegum Femínistafélags Íslands á dögunum.
Í dag á faðir minn líka sjötugsafmæli. Ég fór á fætur klukkan átta og eldaði handa honum hafragraut á meðan hann hitaði kaffi. Í bernsku var hann neyddur til að borða alltof þykkan hafragraut og hefur síðan hann fór að ráða sér sjálfur alltaf gert sér graut sem er meira í ætt við súpu en nokkuð annað. Ég var búin að steingleyma því. Hann píndi samt í sig þessu þykkildi sem ég bjó til og sagði að á svona tímamótum ætti maður einmitt að minnast liðinna ára.
En við skulum ekki láta léttlyndið grípa okkur um of, nú skulum við minnast pínu Krists á krossinum. Hér er mynd:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.3.2008 | 12:01
Tíminn
Ég þarf að fara í tíma.
6.3.2008 | 11:48
Kamán
Opið bréf til Margrétar Kristínar Helgadóttur, laganema:
Kæra Margrét,
Það er svo langt síðan þú bloggaðir að það má ekki lengur kommenta á færsluna. Hvað er málið?
Virðing og vinsemd,
Vilborg Ólafsdóttir, listnemi.
4.3.2008 | 18:41
L'Effet de Serge
Tékkið á www.lokal.is
Ég er að leika í sýningu Vivarium hópsins. Þetta er rosa skemmtilegt!