16.6.2008 | 09:51
Ég er á leiðinni
Að lokum vil ég taka það fram að foreldrar mínir eru frábærir.
11.6.2008 | 16:41
Multi-skilled artist looking for work. Good with spiders.
Í dag er ég manneskja sem horfist í augu við óttann og framkvæmir hlutina.
Ég vaknaði seint, en leið vel með það. Lá í rúminu svolitla stund og hugleiddi hvað biði mín. Svo fór ég á fætur í rólegheitunum, eldaði mér hafragraut í morgunmat og hitaði kaffi. Eftir að hafa drukkið hartnær líter af kaffi þurfti ég að pissa svo ég fór á klósettið. Ég hafði ekki fyrr kveikt ljósið en ég sá að þar biðu mín tvær köngurlær.
Ég hef löngum verið þekkt fyrir að vera kjánalega hrædd við þessháttar kvikyndi, en í dag ákvað ég að láta ekkert buga mig. Ég náði mér í hársprey og dagblöð, klæddi mig í skó og vettlinga (til viðbótar við náttfötin sem var þegar íklædd) og lagði svo til atlögu.
Ég verð að viðurkenna að ég grét pínulítið þegar þær reyndu að flýja eitrið sem var ekki nógu skilvirkt til að drepa þær strax. Og mér fannst óskaplega erfitt að kremja þær og taka þær síðan upp með dagblaðinu, en ég gerði það samt. Og svo henti ég þeim út í tunnu. Núna líður mér loksins eins og alvöru karlmanni og finnst ég töff. Er að hugsa um að byrja að reykja vindla og drekka viskí úr flöskunni, fá mér mótorhjól, flytja til Ástralíu og drepa þar stærri dýr. Kannski krókódíla.
9.6.2008 | 12:57
Multi-skilled artist looking for work. Good with dogs and children.
I hate selecting what to wear for the day. It's like, you take out all your clothes, try them out, same clothes, day after day, and when you make the decision it's like: This is it. This is what I'm going to be wearing for the rest of the day.
It's so final somehow.
Do you know what I mean?
This photo is called What color is the sky, mamma? I'm playing with languages in the title. And in this blog, I mean, you all know that I'm Icelandic, but still I'm choosing to use english to express myself. It's wicked isn't it?
16.5.2008 | 21:51
PPSD
Nú er sýningum á lokaverkefninu lokið, öll námskeið búin, BA ritgerðin skrifuð og metin, þessu námi fer bara alveg að ljúka. Ég hélt ég yrði hoppandi hamingjusöm um leið og öllu lyki en ég er með einhvern kvilla sem ég held að heiti post-performance stress disorder. Eða post-disformance stress per order, ég veit það ekki alveg. Hann lýsir sér í því að mér finnst ég eigi að vera á útopnu í stuttum kjól, og bandaskóm á hressum bar með svalandi drykk í hönd, Lionel Ritchie í eyrunum og léttan hlátur á vörunum. En mig langar mest að liggja í rúminu með bók, nartandi í döðlur og ávexti, fara reglulega í langar heitar sturtur og kæla mig svo með því að standa úti á svölum í baðslopp úr frotté og horfa á fjöllin og hugsa um eilífðina. Hér er mynd af ástandinu:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.5.2008 kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.5.2008 | 17:46
Hjartans þakkir
Nú er frumsýningin búin. Mér fannst ganga vel og er hamingjusöm lítil kona bara. Önnur sýning er í kvöld, það er fullbókað á hana, en ég held að það séu enn laus sæti á miðvikudags- og fimmtudagssýninguna. Mig langar að nota þessa bloggsíðu til að þakka fólkinu sem hjálpaði mér að klára þetta verkefni. Kannski ég geri bara svona lista yfir fólk og segi svo eitthvað smá um hvað það er yndislegt. Ok. Hér kemur það:
Jón Atli Jónasson; fyrir að hafa hringt í Guðrúnu, lesið yfir textann og verið kúl og fyrir að hafa tekið risaköttinn hans Bubba í fóstur (ég las það reyndar bara í Fréttablaðinu, ég hef aldrei séð þennan kött en fannst þetta fallega gert engu að síður).
VilHelm Anton Jónsson; fyrir að hafa leyft mér að nota Your Dancing Song af plötunni sinni Midnight Circus í sýningunni. Þessi plata er yhyyyyyyndisleg, farið og kaupið hana strax.
Guðrún Ásmundsdóttir; fyrir að vera besta kona í heiminum. Fyrir að vilja taka þátt og finnast það ekkert tiltökumál að lána mér eldhúsið sitt undir sýningar. Og fyrir að segja mér milljón sögur, gefa mér te og brauð og pizzur og ástæðu til að fá mér bíltúr á Sauðárkrók.
Helga Braga Jónsdóttir, fyrir að hafa tekið sér tíma til að lesa inn röddina fyrir mig í algjörlega loftlausu herbergi án þess að kvarta. Og fyrir að kenna mér hitt og þetta um lífið og tilveruna.
Lydía Grétarsdóttir, fyrir að hafa tekið sér tíma frá eigin lokaverkefni til að taka upp röddina fyrir mig í loftlausa herberginu.
Dundulíusinn, fyrir að vera fyndin og skemmtileg og drífa mig áfram og fús til að lána mér allt í heiminum, þar á meðal köttinn sinn og íbúðina.
Og svo eru þúsund aðrir; fjölskyldan og vinirnir og sambýlingarnir mínir og bekkjarsystkini og kennarar sem eru búin að vera mér innan handar og alveg bjarga lífi mínu stundum. Takk allir fyrir allt saman.
Að lokum er hér ein sjálfsmynd sem heitir Er ég kona? Þar sem tekist er á við spurninguna sem við spyrjum okkur öll, þ.e. hvort ég sé kona, eða eitthvað allt annað.
6.5.2008 | 17:58
Lífsins ball
Sýningar á útskriftarverkefni mínu verða sem hér segir:
Laugardaginn 10. maí kl. 16
Mánudaginn 12. maí kl. 20
Miðvikudaginn 14. maí kl. 20
Fimmtudaginn 15. maí kl. 20
Sýningarnar verða á Grandavegi 36, það komast fimmtán manns á sýningu svo pantið miða tímanlega í síma 552 5020.
Ég myndi elska að fá ykkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.5.2008 | 19:53
Skapandi
Hér er mynd. Hún heitir annað hvort Hönd Guðs eða Farðu að sofa þreytta stelpa. Annars vil ég benda á að maðurinn Reynir Albert á líklega álíka stórt, ef ekki stærra sjálfsmyndasafn en ég.
Svo er hérna vísa líka, partur úr bálki sem heitir Guggurímur. Það er meira hvað ég er skapandi og free þessa dagana. Líklega er það vorið sem gerir mig svona.
Gott er að gefa Gugga mín,
grætur þú í tusku?
Láttu engan sjá til þín,
elda-öskubusku- (rófan þín).
Annars er ég bara á fullu að vinna í lokaverkefninu mínu. Ég set hérna inn auglýsingu um sýningartíma bráðum. Já mjög bráðlega bara.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.5.2008 | 01:37
Laugardagskvöld
Nú er klukkan orðin rosa margt. Og ég er orðin rosa þreytt. Ég vann alveg fullt í kvöld, sem er leim af því að það er laugardagskvöld. Ég hefði átt að vera á barnum að blikka fólk og bjóða því uppá drykk, eins og eðlilegt er. En hvað um það. Hér er sjálfsmynd. Hún heitir Annan kokteil hingað, takk.
1.5.2008 | 23:32
Fjölskylda og vinir
Magga vinkona mín var hjá mér síðustu helgi. Það var alveg yndislegt að hafa hana og ég vona að hún komi aftur til mín sem fyrst því hún er fyndnust og best.
Annars er það af mér að frétta að ég er komin í einhverjar ullarbuxur sem systir mín í Ameríku sendi yfir hafið. Ég geri ráð fyrir að hún hafi sent þær með flugvél frekar en með skipi, en þó veit ég það ekki fyrir víst. Það er langt síðan ég var í buxum síðast. Ég er alltaf í kjólum endalaust.
Ég var á Akureyri í gær. Ég stoppaði bara ofurstutta stund, en á þeim stutta tíma náði mamma mín að elda svínarif, kjúklingaleggi og fiskibollur frá deginum áður og pabba tókst að teikna fyrir mig þrjár gerðir af eilífðarvélum, tvær sem hann hefur þegar prófað að smíða og virka alveg áreiðanlega ekki, og eina sem hann er svo viss um að virki að honum finnst ekki einu sinni taka því að byrja að smíða hana til að gá.
Ég læt hér fylgja með smá myndaseríu af Möggu. Hún er óð í photobooth.
23.4.2008 | 15:14
Bæbæ vetur
Í dag er síðasti vetrardagur. Mér finnst vera ástæða til að halda upp á hann alveg eins og sumardaginn fyrsta. Þessvegna, og vegna þess að mér var sagt að fara í frí, er ég í fríi í dag. Í tilefni af því hef ég nú þegar lagt mig og næst ætla ég að fara í Bónus.
Ég tók mynd af mér rétt eftir að ég vaknaði áðan. Mögulegir titlar eru Hvað er að trufla þig? Og Öðruvísi mér áður brá. Og jafnvel: Horft á eftir vetrinum með trega í hjarta.
Ef allt gengur að óskum verð ég komin heim eftir sirka fjörutíu mínútur með fleiri fleiri vörur í poka.
Hér er ein hugleiðing í lokin: Væri ekki eðlilegra að segja fjögurtíu í staðinn fyrir fjörutíu?
Eigið góðan dag.