Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.3.2007 | 17:38
Ekki greiða fyrir umferð!
Tæknibyltingin hefur miðað ansi mikið að því í gegnum tíðina að við hreyfum líkama okkar sem minnst. Við förum í lyftur frekar en að labba upp stiga, við keyrum frekar en að labba, við notum lyftara í stað þess að nota vöðvana og svona mætti lengi telja. Ekki er þetta allt slæmt, en auðvitað hefur okkur tekist að misnota gæðin. Meira að segja svo hrottalega að samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar mun sú hlýnun jarðar sem nú þegar er hafin, hafa þau áhrif að hækkun hitastigs og hækkun sjávarmáls mun halda áfram um komandi aldir burtséð frá hvernig mannkynið nær að stýra mengun. Þetta þýðir, svo ég vitni í orð Jacques Chirac Frakklandsforseta að við stöndum nú þegar á "sögulegum þröskuldi hins óafturkræfa". Við erum þegar búin að menga svo mikið að við getum afar lítið gert til að stöðva þessa þróun héðan af. Það sem við getum samt gert er að hægja á þróuninni og það krefst tafarlausra aðgerða stjórnvalda og okkar allra. Við birtingu skýrslunnar gáfu stjórnvöld í Bandaríkjunum, þeirrar þjóðar sem losar mest allra þjóða af gróðurhúsalofttegunudum út í andrúmsloftið, út þá yfirlýsingu að þau ítrekuðu andstöðu sína við reglur um leyfilega losun gróðurhúsalofttegunda sem margar þjóðir hafa lýst sig fylgjandi. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé hægt að lögsækja stjórnvöld í Bandaríkjunum hjá alþjóðadómstólum fyrir glæpi gegn mannkyninu? (Nú mega lögfróðir menn tjá sig um málið).
Við höfum verið alin upp við það frá barnsaldri að gera alltaf bara það sem er þægilegast fyrir okkur sjálf. Nú er kjörið tækifæri að láta helstu einkabílaæðar borgarinnar stíflast svo mikið að fólki fari að finnast þægilegra að taka strætó eða samnýta bílana heldur en að rúnta eitt í sínum bíl alltaf. Ég legg það til að stjórnvöld eyði þeim peningum sem annars færu í að greiða fyrir bílaumferð í borginni, í að koma á fót ókeypis, skilvirkum almenningssamgöngum. Jafnvel væri ráð að þrengja vegina enn meira til að flýta fyrir þróuninni. Tekið skal fram að mér gæti ekki verið meiri alvara.
Sláandi framtíðarsýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2007 | 12:33
Hneykslanlegt!
Nú er ég búin að leita ljósum logum að hneykslanlegum fréttum á netinu, en ekkert hef ég fundið enn sem lætur mig langa til að hella úr skálum reiði minnar. Það er reyndar óþarfi að hella úr skálum reiði sinnar í hvert sinn sem maður fjallar um eitthvað á blogginu sínu, en vegna þess hversu glettin og gæskurík ég hef verið undanfarið langaði mig að breyta út af vananum.
Best að tala svolítið um blæðingar.
Í morgun ákvað ég að prófa í fyrsta skiptið að nota "keeper", eða svokallaðan álfabikar, í stað dömubinda. Ég keypti þennan álfabikar fyrir hálfu öðru ári síðan en hef alltaf guggnað á því að nota hann vegna þess hversu ógnarstór hann er (ég keypti óvart einhverja stærð fyrir konur sem hafa þegar eignast barn). En í morgun var neyðin stór, engin dömubindi til og engir peningar fyrir þeim heldur. Ég reif fram flykkið og setti það upp í leggöngin og viti menn, ég fann ekki fyrir honum. Ég sveif um í sigurvímu í svolitla stund, fannst ég vera mjög meðvituð, hagsýn og umhverfisvæn, alvöru kona. En svo kom að því að tæma bikarinn. Þá rann skyndilega af mér gleðin, það var eitthvað verulega ósmekklegt við að sækja ílát inn í leggöngin á sér, sulla kvartlíter af blóði á hendina á sér í leiðinni, skola allt saman og setja það svo inn aftur. Núna líður mér bara eins og ég sé með afskorið typpi inní mér sem blæðir úr..
Bíddu, yfir hvaða strik?
4.3.2007 | 13:28
Hundaþátturinn
Toxicology report.
Cameras are rolling.
Fighting with her family,
Bridezilla.
Every bride likes to lose a little weight.
The nearly ninehundred pound woman breaks down.
Will she survive?
What killed Anna Nicole Smith?
Howard;
"Every day I'll break down and cry".
Her mom was just a wonderful, special woman.
Breaking news about Anna Nicole's funeral.
Her dress.
Who's holding the baby?
Are you ready for this.
And now, the moment of truth.
Þetta er allt saman texti upp úr einum lágkúrulegasta sjónvarpsþætti sem gerður hefur verið frá dögun tímans: Entertainment Tonight.
Ég get svo svarið það, þetta eru ekki manneskjur sem vinna við þennan þátt; þetta eru hundar.
Hundar í mannabúningum.
28.2.2007 | 18:26
Til hamingju með afmælið!
Ég hef ákveðið að semja ljóð í tilefni dagsins en ástkær vinur minn, Reynir Albert, er 26 ára í dag.
Ég man er ég sá þig fyrst
þú varst óhrjálegur.
En eitthvað hefurðu breyst.
Það er notalegra
að horfa á þig
núna.
Þvílík lukka
þvílík krukka
að standa í skugganum
af manni
eins og þér.
Halelúja.
Halelúja.
Amen.
Amen.
Ég óska honum og fjölskyldu hans velfarnaðar, gæfu og gleði á komandi ári í lífi hans. Megirðu lifa heill og sæll, kæri vin. Heill og sæll.
26.2.2007 | 11:59
Skandall í bol
Undir fyrirsögninni Skandall að aflýsa ráðstefnunni er viðtal við þennan mann og þessi mynd af honum. Í þessum bol. Með þessa húfu..
Á bolnum er þessi áletrun: Karl í kjól (eða kona) + bjór + Ísland = DRUSLA. Íslenskum karlmönnum og konum til málsvarnar langar mig að segja eftirfarandi: Ekki eru allir íslenskir karlmenn sem ganga í kjól og drekka bjór, druslur. Ég á til dæmis mjög staðfastan kærasta sem bregður sér í kjól stöku sinnum og drekkur bjór. Hann er engin drusla. Íslenskar, ölvaðar konur eru heldur engar druslur. Ég tel mig núna vera búna að leiðrétta misskilninginn sem þessi bolur gæti valdið.
Þessi kall í þessum bol er bara skandall
24.2.2007 | 01:37
Margt má mig mæða..
Ég þarf eiginlega að gefa skýringar á breyttu háttalagi mínu í netheimunum. Ég er farin að gefa mig mun meira að pólitískri umræðu og því sem er að gerast í fjölmiðlum. Þeir sem unnu gamla blogginu geta lesið það aftur ef þeir vilja (og ég mæli með því, það er mjög fyndið, slóðin er www.vilborgo.blogspot.com). En engar áhyggjur samt. Heimsmálin eru hilleeeeeríös fyrirbæri.
Ég ætla annars ekki að blogga um neitt um fjölmiðlamál núna. Það er persónulegt mál sem brennur á mér. Þannig er mál með vexti að bekkjarbræður mínir tveir, Heiðar og Kalli, smíðuðu borðtennisborð til að hafa í skólanum. Það hefur verið mikið í notkun síðan. Ennþá er það þannig að ég er eina stelpan sem er að spila eitthvað á því að ráði, þó ég eigi von á því að það breytist hvað á hverju. Það sem brennur svona á mér núna er að allir strákarnir eru búnir að fá einhver bráðskemmtileg viðurnefni í bortennisbransanum en ekki ég. Viðurnefnin eru öll þess eðlis að þau segja eitthvað til um hvernig þeir spila og hafa verið að standa sig hingað til. Þannig er Kalli kallaður Geitungurinn, vegna þess að maður veit aldrei hvenær hann stingur, Heiðar er kallaður Lurkurinn vegna þess hversu fast hann smassar (og lurkslega), Árni hlaut viðurnefnið Móðir Teresa; fyrir að vera vænsti drengur og blíðlyndur, gefa fólki eftir stig og annað slíkt, Elli er Tannlæknirinn vegna þess að allir þurfa að mæta honum einhverntímann en flestir kvíða fyrir því (hann er svo helvíti góður drengurinn), Snæbjörn er Snákurinn af því að... hann er bara snákurinn, Friðgeir er Fred Astaire af því að hann dansar svo fallega við borðið. Allt mjög fallegt. En þegar kemur að mér hefur viðurnefnið "konan" borið hvað hæst. Ég vil bara benda á að "konan" er ekki vísun í leikstíl heldur bara aðgreining. Ég er ekki kall, eins og þeir, og þessvegna kona. Ég vil töff viðurnefni sem segir til um hvernig ég spila borðtennis, ekki nafn sem setur mig á annan stall en alla aðra sem nota borðið. Ekkert að því að vera kona samt. Það er alveg jafn fínt og að vera manneskja bara. ..Ætli ég sé ekki kölluð "trukkurinn" á laun? Það er heldur ekki nógu gott.
Annað mál á dagskrá:
Eftir að hafa verið í matarboðum í vikunni með bæði stórvini mínum; Hannesi Árdal, og kærasta systur minnar; Viðari úr gettóinu Garðabæ, sem báðir eru frábærir karakterar, en sjálfstæðismenn, hefur skoðun mín á sjálfstæðismönnum mildast. Þeir eru ekki upp til hópa stórhættulegir glæpamenn sem hvetja til stríðsreksturs á hendur öðrum þjóðum, heldur meinleysisgrey. Það breytir samt engu um hvort fólk ætti að kjósa þá. Maður setur ekki grey við stýrið á skipi ef maður vill komast í örugga höfn, maður setur gallharðan jafnaðarjaxl!
Jæja, ég ætla að reyna við 80 í bekkpressu og fara svo í rúmið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.2.2007 | 00:28
Hey yo, let's go!
Nú er aldeilis farið að birta til í heiminum. Bara búið að aflýsa klámráðstefnuhaldi hér í borg! Það kemur mér skemmtilega á óvart að mótmæli skulu vera svona skilvirk, því það hefur alls ekki verið raunin hér á landi í gegnum tíðina. Það var tvímælalaust, að mínu mati, skref í rétta átt af borgaryfirvöldum og RS hótelinu að taka mark á mótmælunum.
Nú má gjarnan fara að viðurkenna táknmál sem móðurmál heyrnleysingja, lýsa yfir andstöðu við Íraksstríðið (eða í það allra minnsta að draga stuðningsyfirlýsinguna til baka) og taka til alvarlegrar athugunar á þingi, hugmyndir Ómars Ragnarssonar um hvað gera má við Kárahnjúkastífluna. Svo má fara að vinna í fríum almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta er allt að koma
21.2.2007 | 11:56
Klámið og skallinn
Nú hef ég úr nokkrum heitum málefnum að moða, þ.e.a.s. ef ég vil vera hip og inní umræðunni. Ég gæti bloggað um Britney og skallann, The ANS-Saga: Who's the father of Danielynn eða klámráðstefnuna. Kannski ég tali um allt þetta. Allavega skallann og klámið.
Fyrst klámið.
Þetta mál hefur verið borið saman við t.d. komu Falun Gong liða til landsins. Þeim var skutlað í Grunnskóla Njarðvíkur og látnir gista þar því þeir fengu ekki landvistarleyfi, án þess að gefnar væru á því nægilegar skýringar. Ég er á þeirri skoðun, eins og fleiri, að þetta hafi verið hreint og klárt mannréttindabrot af hálfu ríkisstjórnarinnar. Nú eru uppi raddir sem vilja láta skoða hvort hægt sé að banna þetta klámráðstefnuhald hér á landi. Auðvitað er ekki ætlast til þess að ríkisstjórnin láti eitt yfir alla ganga í þeim skilningi að allir sem einhver hópur á Íslandi hefur illan bifur á fái ekki landvistarleyfi. En krafan er samt sú að ríkisstjórnin láti sig þetta einhverju varða og taki afstöðu til þess hvort þetta sé lögleg ráðstefna og hvort hún verði leyfð hér á landi. Maður spyr sig af hverju þetta mál er svona þungt í vöfum. Viðskipti með kynlíf eru ólögleg hér á landi. Af hverju ættum við að hýsa fólk sem kemur hingað í skemmtiferð til að styrkja tengslin og mynda ný til að geta haldið áfram iðnaði sem er ólöglegur hér á landi og ber VÍST í buxnafaldinum misbeitingu valds, barnaklám, mansal og fleira. Iðnaðurinn gengur út á hluti eins og: "barely legal drunken slut being fxxx hard by mommy's boyfriend", hvað er það?
Notum þetta tækifæri til að varpa nýju ljósi á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Hvort skiptir meira máli? Viðskipti og peningar, eða líkamleg og andleg velferð manna? Mótmælum iðnaði sem viðheldur kúgun kvenna. Klámiðnaðurinn snýst ekki um heilbrigða erótík og jafnan rétt kvenna og karla. Svooo langt því frá.
Svo skallinn:
Ég hef bara eitt um það að segja: RIGHT ON BRITNEY! Asnalegt að lýsa því yfir að stúlkan sé búin að missa vitið bara vegna þess að hún rakaði af sér hárið. Hvað segir það okkur um kynjaðar staðalmyndir?? Konur mega ekki vera hárlausar. Vinur minn sagði mér í gær að hár væri það sem gerði konur að kynverum og með því að raka af sér hárið væri hún að af-kynja sig. Það finnst mér megatöff af henni.
Ég ætla ekkert að tala um Önnu Nicole Smith harmleikinn, nema til að segja að E.T. súmmerar upp allt það sem er að dægurmenningu dagsins í dag. Að við skulum láta bjóða okkur að svona þættir séu framleiddir, það er sorglegt.
19.2.2007 | 13:13
Ég neyti!
Ég verð samt, vegna meðvirkni og diplómatísks eðlis míns, að taka það fram að gefnar hafa verið ástæður, við skulum kalla þær afsakanir, fyrir verðhækkuninni. Yfirleitt eru þær erlendar verðhækkanir, gengisþróun og eitthvað slíkt, en á a.m.k. tveimur stöðum er það tekið fram, í skýringadálkinum, að verðið hafi ekki hækkað síðan ___ (einhver dagsetning). Er það nú ástæða? Og er þetta ekki heimskulegasta tímasetning allra tíma til að hækka vöruverð, bara vegna þess að það hefur ekki verið gert lengi?
Annars var ég í bingó-i í gær. Ég hafði bara efni á einu spjaldi vegna hækkanna á matvöruverði undanfarið og vann þessvegna ekki, þrátt fyrir gífurlega hæfileika á þessu sviði. Hvílíkur heimur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)