Aldurinn og fréttir

En gaman að eiga svona bloggsíðu. Það nennir enginn að lesa bloggsíður nú til dags. One-linerar á facebook er það mesta sem fólk leggur á sig á að lesa þessa dagana. Fólk er líka orðið svo heimskt af öllum þessum útblæstri og öskufalli, það er ekkert nema aska og koltvísýringur í heilanum á fólki nú til dags.

Þið heyrið á -heimur versnandi fer- tali mínu að ég er að eldast. 

Ég er kannski að eldast, en það er ekkert miðað við vinkonu mína og sambýliskonu, hana Evu Björk Kaaber. Hún varð þrjátu ára þann 13. maí s.l. Heill sé henni.

Í tilefni dagsins ákvað ég að bjóða vinkonunni út að borða, við fórum á take-away stað hérna í borginni, fengum að setjast þar inn og gæða okkur á 2for1 tilboði á tikkamasala. Maður er svo grand á því, kann að tríta kellingarnar. hehe. 

Í dag borðaði ég bara kjöt í hádegismat.

Og um daginn fór ég til útlanda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Ég nenni alltaf að lesa bloggin frá þér :)

Lárus Gabríel Guðmundsson, 20.5.2010 kl. 20:16

2 Smámynd: Vilborg Ólafsdóttir

Það þykir mér vænt um, Lárus Guðmundsson.

Vilborg Ólafsdóttir, 31.5.2010 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband