Klámið og skallinn

Nú hef ég úr nokkrum heitum málefnum að moða, þ.e.a.s. ef ég vil vera hip og inní umræðunni. Ég gæti bloggað um Britney og skallann, The ANS-Saga: Who's the father of Danielynn eða klámráðstefnuna. Kannski ég tali um allt þetta. Allavega skallann og klámið.

Fyrst klámið.

Þetta mál hefur verið borið saman við t.d. komu Falun Gong liða til landsins. Þeim var skutlað í Grunnskóla Njarðvíkur og látnir gista þar því þeir fengu ekki landvistarleyfi, án þess að gefnar væru á því nægilegar skýringar. Ég er á þeirri skoðun, eins og fleiri, að þetta hafi verið hreint og klárt mannréttindabrot af hálfu ríkisstjórnarinnar. Nú eru uppi raddir sem vilja láta skoða hvort hægt sé að banna þetta klámráðstefnuhald hér á landi. Auðvitað er ekki ætlast til þess að ríkisstjórnin láti eitt yfir alla ganga í þeim skilningi að allir sem einhver hópur á Íslandi hefur illan bifur á fái ekki landvistarleyfi. En krafan er samt sú að ríkisstjórnin láti sig þetta einhverju varða og taki afstöðu til þess hvort þetta sé lögleg ráðstefna og hvort hún verði leyfð hér á landi. Maður spyr sig af hverju þetta mál er svona þungt í vöfum. Viðskipti með kynlíf eru ólögleg hér á landi. Af hverju ættum við að hýsa fólk sem kemur hingað í skemmtiferð til að styrkja tengslin og mynda ný til að geta haldið áfram iðnaði sem er ólöglegur hér á landi og ber VÍST í buxnafaldinum misbeitingu valds, barnaklám, mansal og fleira. Iðnaðurinn gengur út á hluti eins og:  "barely legal drunken slut being fxxx hard by mommy's boyfriend", hvað er það?

Notum þetta tækifæri til að varpa nýju ljósi á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Hvort skiptir meira máli? Viðskipti og peningar, eða líkamleg og andleg velferð manna? Mótmælum iðnaði sem viðheldur kúgun kvenna. Klámiðnaðurinn snýst ekki um heilbrigða erótík og jafnan rétt kvenna og karla. Svooo langt því frá.

Svo skallinn:

Ég hef bara eitt um það að segja: RIGHT ON BRITNEY! Asnalegt að lýsa því yfir að stúlkan sé búin að missa vitið bara vegna þess að hún rakaði af sér hárið. Hvað segir það okkur um kynjaðar staðalmyndir?? Konur mega ekki vera hárlausar. Vinur minn sagði mér í gær að hár væri það sem gerði konur að kynverum og með því að raka af sér hárið væri hún að af-kynja sig. Það finnst mér megatöff af henni.

Ég ætla ekkert að tala um Önnu Nicole Smith harmleikinn, nema til að segja að E.T. súmmerar upp allt það sem er að dægurmenningu dagsins í dag. Að við skulum láta bjóða okkur að svona þættir séu framleiddir, það er sorglegt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var búin að skrifa svakalega töff komment. En svo bara birtist það ekkert. En Britney er klárlega flottust! Hún greinilega að breytast í eðal pönk/rokkara og ætla að meika það sem "new person." "But I´m beautiful!" Gettu nú!

MaggaStína (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 12:46

2 identicon

Já ég hef skoðað heimasíðuna þeirra. Hvernig eru viðskipti með klám ekki viðskipti með kynlíf? Hvað er það að borga laun fyrir að taka upp kynmök? Er það ekki kaup og sala á kynlífi?

Britney ætti kannski að breyta nafninu sínu í Bratney og flytja til Ástralíu. Þá myndi ég senda henni blómvönd

Vilborg sjálf (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 13:09

3 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Klárlega er ég á móti þessari ráðstefnu, en þetta er snúið mál. Það sem fólkið ætlar sér að gera hérna (skv. mínum traustu heimildum, hringdi í John Fuckalot í gær) er löglegt. Það er löglegt. Löglegt. En klám er ólöglegt. Minnir að það hafi verið í Kastljósinu í gær frekar en í fyrradag umræður um þetta og kveiktu ljós hjá mér. Við getum fordæmt þetta, en við getum ekki brotið okkar lög með því að taka "falúngongið" á þetta og lokað þau inní Þelamerkurskóla.. eða eitthvað.

Annars velkomin í Moggakommúnuna gamla...

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 21.2.2007 kl. 23:56

4 Smámynd: Vilborg Ólafsdóttir

Ég vil, fyrir einn frábæran frænda, segja að ég er alfarið á móti því að brjóta mannréttindalög með því að meina fólkinu aðgang að landinu, eins og ég tek fram í færslunni. En niðurlægingu kvenna sem viðgengst í klámiðnaðinum ætla ég að mótmæla svo lengi sem ég lifi. Það má svo fljóta með að ég er ekki á móti kynlífi, bara ofbeldi og óréttlátri mismunun.

Vilborg Ólafsdóttir, 22.2.2007 kl. 09:31

5 identicon

Já, nei, hún Vilborg mín er hvorki athyglissjúk né lesbísk. Gott þætti mér samt ef þú myndir sleppa því að raka af þér hárið eins og Britney, jafnvel þó svo að þér finnist það vera mega töff.

Jónína (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 09:39

6 identicon

Iss, Britney er bara athyglisjúk lesbía. Skullet hinsvegar er framtíðin eins og sjá má á þessari mynd:

 http://www.rockmusica.net/Galleria/wp-content/uploads/2006/07/syl1.jpg 

Gústi (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband