Um K.L.Á.M. og svanakonu

Klámmálið fyrst:

Ólafur frændi minn fór á fund lögreglunnar s.l. mánudag þar sem honum var tjáð að málið væri í rannsókn. Ég hringdi í lögregluna til að spyrjast fyrir um hver stjórnaði rannsókninni og hvernig henni væri háttað og hvenær niðurstöðu væri að vænta. Ég fékk þau svör að málið væri ekki í rannsókn hjá þeim heldur lægi það á borði hjá sýslumanni. Ég hringdi í sýslumannsembættið á Akureyri og náði þar tali af Eyþóri nokkrum sem sagðist vera maðurinn sem sæji um að taka ákvörðun um hvort gripið yrði til aðgerða. Við töluðum saman í góða stund og að lokum sagði hann mér að hann hygðist vísa málinu frá á þeim grundvelli að hann skilgreindi það sem sýnt væri í B&B ekki sem klám því þarna væru, eða virtust vera, lögráða einstaklingar að gera þetta af fúsum og frjálsum vilja. Í rauninni má þá segja að hann sé að vísa þessu máli frá vegna þess að ekki er um barnaklám að ræða, þar sem eina ástæðan fyrir því að taka málið ekki upp, er að þeir sem taka þátt í athæfinu eru ekki, eða virðast ekki vera, undir lögaldri.

Málið strandar sem sagt opinberlega á þessu: Hvað er klám?

Við ætlum hinsvegar ekki að stranda á þessum stað, heldur siglum ótrauð áfram. Meiri fréttir síðar.

Svo svanakonan:

Hún er mjög fyndin!


mbl.is Sænska svanakonan stöðvuð á götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Shit ! Er ég þá ekki klámkona  O.M.G !

Að hugsa sér að ég sé ekki búin að vera klámkona síðan ég var 18 ára, nú þarf ég virkilega að fara að endurskoða líf mitt

Ása nonklámókonalíano (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 12:24

2 identicon

Þekki þig ekki neitt, en villtist hingað inn út frá frétt um svanaklám (eða er ég að misskilja?). Gott blogg verð ég að segja og greinilegt að Ólafur frændi þinn er mikill sóma maður og á líklega mjög stóran, góðan og gáfaðan frændgarð.
Kv. Jónasína Fanney Sigurðardóttir

Jónasína Fanney (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband