Við hvað eruð þið hrædd?

Í þessari frétt segir frá aðstæðum tveggja fjölskyldna af þeim tveimur milljónum Íraka sem hafa neyðst til að flýja landið sitt vegna stríðsins sem þar geysar. Vesalings fólkið býr sem ólöglegir innflytjendur í löndunum í kring sem þýðir að það getur ekki einu sinni unnið fyrir sér.

Á vísi.is (ætli ég verði ekki rekin af moggablogginu fyrir að vísa svona oft í vísi) birtist þessi frétt í dag:

Meirihluti vill hertar reglur um útlendinga

Meira en helmingur landsmanna vill hertar reglur um útlendinga á Íslandi. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent gerði og birtist í Morgunblaðinu í dag. Flestir kjósendur Framsóknarflokks vilja hertar reglur, eða yfir 70 prósent. Þá vilja 58 prósent Sjálfstæðismanna og 56% Vinstri grænna herta löggjöf.

Minnst er fylgið í röðum Samfylkingarinnar, þar vilja þó um 42 prósent herta útlendingalöggjöf. Aðrir flokkar eru ekki tilgreindir í könnuninni. Mestur er stuðningur við herta löggjöf í Norðvestur-kjördæmi en minnstur í Norðaustur-kjördæmi. Könnunin var gerð 3. til 9. apríl, 940 voru spurðir og svarhlutfall var 62 prósent.

Nú veit ég ekki hvað í "hertari reglum" felst nákvæmlega, en ég ímynda mér að þarna sé ekki átt við að efla þá tilfinningu fyrir fólk af öðru þjóðerni að það sé velkomið, og meira en velkomið, að deila með okkur þessu landi sem við vorum svo heppin að fæðast á.

Ég fór á ráðstefnu í dag, um málefni innflytjenda á Íslandi og það var ansi fróðleg ráðstefna. Ég hjó sérstaklega eftir því í erindi Sigtryggs Jónssonar, framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, að innflytjendur þyrftu að aðlagast lífi á nýjum stað, nýju föðurlandi og nýrri menningu. Eftir því sem mér skilst af svari hans við fyrirspurn minni átti hann við að við þyrftum öll að aðlagast nýju föðurlandi og nýrri menningu, ekki bara innflytjendurnir heldur líka þeir Íslendingar sem fyrir eru í landinu. Þar er greinilega góður vilji á bak við þótt enn vanti töluvert upp á stefnumótum í því hvernig mennta á Íslendinga til að takast á við að búa í alþjóðasamfélagi án þess að vera sífellt hræddir um að verið sé að taka eitthvað af þeim, eða að þeim sé vegið á einhvern hátt.

Persónulega fyndist mér eðlilegast að ríkisstjórn Íslands byði alla flóttamenn frá Írak velkomna til að búa hérna sem fullgildir íslenskir ríkisborgarar eins lengi og þeir kjósa. Eftir allt saman var það hún sem samþykkti að svipta þá öllum lífsgæðum í landinu sem þeir fæddust í.


mbl.is Tvær milljónir Íraka hafa flúið land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hrædd við ýmisslegt... aðallega þó myndina þína þarna efst.

Dagný Rut Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 14:57

2 identicon

Ég er hrædd við ýmisslegt... aðallega þó myndina þína þarna efst.

Dagný Rut Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 15:01

3 Smámynd: Pétur Björgvin

Hjartanlega sammála, við eigum að taka á móti flóttafólki og bjóða þeim fulla aðild að samfélaginu hér, semsagt ríkisborgararétt án skilmála, axla ábyrgð í alþjóðlegu samhengi!

Og við egium öll að velta því fyrir okkur hvernig við öll getum aðlagast nýjum aðstæðum. Hvernig væri að hverjum Íslendingi sem bókaði sér utanlandsferð væri boðið á fjögurra tíma námskeið í fjölmenningarfærni!

Pétur Björgvin, 21.4.2007 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband