21.5.2007 | 12:41
Ólundin og Ólarnir
Ég veit ekki um hvað ég ætti svosem að blogga. Ég er ekki hrifin af Sarkozy, hinum nýja franska forseta. Ég held að bindið hans hefti súrefnisflæði til höfuðsins og hef töluverðar áhyggjur af því.
Ég gæti auðvitað bloggað um úrslit kosninganna, en ég má það ekki, heilsunnar vegna. Mér er svo illt í jafnaðarmannahjartanu yfir að einstaklingshyggjan skuli ennþá ráða svona miklu um gjörðir kjósenda.
Ég get kannski sagt ykkur frá sumrinu. Ég verð á Akureyri. Þetta verður að öllum líkindum besta sumar allra tíma, en ég nenni ekki að tala meira um það að svo stöddu.
Ætli það sé ekki best að ég skelli mér í sund. Með öðrum hvorum Ólanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já uss gott sumar á mótorfák sem þú færð brátt að kynnast, kannski á morgun bara
Ása (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 23:42
Ef þú ert komin norður þá bið ég að heilsa mömmu og pabba, annars vona ég að þetta verði gott sumar hjá okkur öllum. Kveðja frá Kópaskerinu.
Dúna (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 23:56
Hæ skvís
ég er nú svo ánægð með þessa ríkisstjórn að ég er að springa barasta!!!
Annars bara fint að frétta af mér..lítið breyst siðan i gær þegar ég heyrði frá þér seinast
Nú sit ég bara i vinnunni og deala við og hehehehehehe
Jæja á að mæta i starfsmannaviðtal eftir smá svo að ég er rokin....heyrumst seinna skvís og ég kannski bara kem norður i byrjun júní!!!!
Matta (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:34
Ég vill nú bara benda á það Vilborg að ég kann alveg að synda líka
Hinn ólinn (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 19:49
Þessi færsla bendir til þess að þú sért löt... sem þú ert ekki...
Annars var ég að kveikja á sjónvarpinu og Fegurðarsamkeppni Íslands er í gangi... jedúddamía... Stelpugreyin.
Kv. úr Vesturgötunni
Ps. Dúni, litla lambið mitt, dó á sunnudagsmorguninn Ég er, eins og gefur að skilja, enn að jafna mig.
Fanney (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.