Halló mamma

Nú er vika þangað til ég fer til Wales. Ég held ég skrifi hér inn fréttir af mér fyrir fjölskylduna og þá vini sem eru ekki að deila með mér læstri bloggsíðu þar sem ég læt allt, og þá meina ég allt, flakka.

Á þessu bloggi verð ég að gæta sóma míns og vanda orðaval því mamma er orðin svo tæknivædd að hún getur núna elt mig uppi í netheimum og skammað mig fyrir ósóma, ef ég passa mig ekki.

Annars er fátt að frétta. Ég er bara hress!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdís Anna Jónsdóttir

ohh fáum við þá ekki að heyra meira um typpahringi og andaheimanna?

Valdís Anna Jónsdóttir, 13.9.2007 kl. 21:43

2 identicon

hmmm... Ekki vissi ég að mamma þín væri svona mikil tepra...

En hvenær kemurðu suður stelpa?!? Þú ferð eftir viku segirðu... á ekkert að hanga hérna með mér í eina viku eða svo?!?! En hey... ég er búin að finna frábæra leið fyrir þig til að ná þér í gaur þarna úti... fylgstu bara með mjólkurfernunum "and you might get lucky!" Sjá: http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1291174

 Þín Fanney

p.s. Ég veit að þetta er ekki erfið stærðfræði þarna fyrir ofan, þú veist, áður en maður sendir comment... en einhverra hluta vegna þá panikka ég alltaf svolítið þegar ég byrja að reikna. Núna er það "Hver er summan af tíu og átta?" sem er nú óvenju létt... Hef þurft að reikna "sex og sjö" og það olli næstum oföndun...
Held það sé af því að tölurnar eru skrifaðar með bókstöfum... Eða þá að ég er svona hriiiikalega léleg í stærðfræði!

J. Fanney (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 22:07

3 Smámynd: Vilborg Ólafsdóttir

Jesús minn Fanney, ég er svooo mikill dóni. Ég er s.s. að koma suður á þriðjudagsmorgninum. Á miðvikudagskvöldi er ég að fara að borða kveðjudinner með systrum mínum en ert þú laus í kveðjudinner á þriðjudagskvöldinu? Þú Hannes og Halli? Best ég hringi bara í þig...

Já nei Valdís, hér eftir verður aðeins talað undir rós um "typpahringi" og fleira "svoleiðis".

Vilborg Ólafsdóttir, 15.9.2007 kl. 11:28

4 identicon

Ég sá þetta, bara tepra gagnvart börnum. þú ert eitt af þeim.

mamma (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 09:12

5 identicon

Ég þakka pent fyrir kveðjudinnerinn!

 Er strax farin að sakna þín elsku dúllan mín!
Vertu svo fljót að blogga um allar lestarnar sem þú misstir af og öllum flugunum sem var frestað því þú "bara gleymdir þér við að skoða ilmvötn"! Ekki það að ég hafi ekki fulla trú á þér! ;)

En bíddu nú við... Badda, ertu að meina að ég sé eitt af börnunum eða Vilborg? Ég trúi reyndar alveg að ég sé líka eitt af börnunum, hálfgerður heima-alningur (hvernig skrifar maður þetta eiginlega?) frá unga aldri!

 OMG!!! ég þarf að leggja saman sex og fimmtán!... ok... ég þarf að róa mig aðeins niður og reyna að hugsa skýrt...

Knús og kossar

Fanney (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband