Það er allt í gangi hérna

dsc00316.jpgÉg fór í ferð með kirkjufólkinu síðustu helgi, við gengum upp að fallegum fossi og útsýnið var algjörlega brillíant. Ég held ég elski Wales. Þegar við keyrðum að fossinum fékk ég það á tilfinninguna að ég væri laaaangt frá öllu sem ég þekkti. Við vorum lengst úti í sveit, í ókunnugu landi í rauðum bíl með stýrið öfugu megin. Ég fékk að sitja frammí vegna ótta við að verða bílveik. Það var gaman. Mér leið svolítið eins og ég sæti í sófa sem svifi um í lausu lofti.

Maðurinn sem keyrði okkur heitir Richard og á leiðinni fræddi hann okkur um orð yfir hópa af hinum og þessum dýrum. Ég komst að því að orðið yfir hóp af höfrungum er "pod" og orðið yfir hóp af krákum er "murder", mjög áhugavert allt saman. 

Á föstudaginn fer ég til London, gisti eina nótt hjá Fiffa og frú, flýg svo til Frankfurt á laugardagsmorgninum þar sem Friðgeir mun bíða mín með ferðaplan svo frábært að ég get ekki lýst því hér. Eftir að hafa eytt nokkrum dögum í faðmi hans og Sebrarjúpunnar Evu og meðal annars farið með þeim á Boney M tónleika, mun ég fljúga aftur til London og taka þaðan lest til Manchester þar sem heitur og mjúkur faðmur Margrétar og Reynis bíður mín.  

Ég ef afar lánsöm og þakklát lítil kona fyrir að eiga alla þessa frábæru vini og ég hlakka svo sannarlega til að skemmta mér með þeim í næstu viku.

Strákurinn sem er með mér á myndinni heitir Peter. Hann lánaði mér The Screwtape Letters eftir C.S. Lewis fyrir ferðalagið, svo mér á áreiðanlega ekki eftir að leiðast í lestunum. 

Annars vona ég bara að allir hafi það gott. Ég sé ykkur von bráðar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvad, er eitthvad i gangi milli thin og Peter? Thu virdist eitthvad thessleg a myndinni.

Heidar (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 16:09

2 identicon

Greinilega að geraða...djókeehh...

Hvernig er veðrið hjá þér annars? á ég að koma með úlpuna þegar ég við komum til mansesster eða er flíspeysan nóg?

Reynir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 16:32

3 Smámynd: Vilborg Ólafsdóttir

Ég segi úlpu.. mér er alltaf svo kalt. Og ekki þetta orðbragð á minni síðu, við erum ekki að "geraða" og það er ekkert á "milli" okkar.

Vilborg Ólafsdóttir, 14.11.2007 kl. 16:43

4 Smámynd: Friðgeir Einarsson

Þessi gæti allt eins verið tekin á Íslandi. Og þessi laglegi og trúaði maður lítur út fyrir að geta allt eins heitið Pétur. Hann virðist vera eitthvað svo bjargfastur. Ertu viss um að það sé ekki raunin?

Friðgeir Einarsson, 14.11.2007 kl. 19:25

5 identicon

Tek undir með þeim kommentum sem fyrir eru, augljóst mál að rómantíkin svífur yfir vötnum þarna í Absinth.

Þess ber að geta að mig langar núna bæði í kaffe (latte takk) OG kebab, bara af því ég er á þessari síðu. Reyndar er líklega ekkert verra en að fá vondan kebab, sem einmitt má gera í Englandi. Trúið mér, ég hef smakkað þá. Mæli samt með þeim sko...

Hjalti Þór (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 16:12

6 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Var með smá sunnudagskaffi í gær þar sem þín var sárt saknað! Farðu að koma heim!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 19.11.2007 kl. 10:20

7 identicon

Sakna þín... Vildi að þú værir að fljúga í minn faðm en ekki Möggu... Ég er pínu afbrýðisöm...

En ojæja, okkar tími mun koma og á meðan ég bíð get ég yljað mér við hugsanir um okkur saman í baðinu... ;)

Fanney hin... (en samt ekkert hin sko...ég er aðal!!!) (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 00:15

8 identicon

í baðinu??? ohh þið eruð svo klikkaðar hehe

nei nei af hverju var mér ekki boðið í bað líka ha?
Já, maður er svo vitlaus það má ekki birtast mynd af stelpu og strák án þess
að ég fari að pæla í því hvort það sé eitthvað meira í gangi.

ég held samt að þetta sé ekki þín týpa og get ekki ýmindað mér að þið séuð að lifa kynlífi hehe

ekki það að ég sé neitt að spá í því. ALLSEKKI.

En sakna þín villa mín, má bjóða þér í bað um jólin???

adda (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 00:33

9 Smámynd: Valdís Anna Jónsdóttir

Ohhhh ég hefði sko verið til í að hitta þig í Manchester og knúsa þig, en drífðu þig bara til Akureyrar í staðinn og þá skal ég sko knúsa þig ofurknúsi!!

Valdís Anna Jónsdóttir, 27.11.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband