Viva la collage og afmæli

Jæja. Mín var bara að koma heim úr afmæli. Stelpan er orðin svo dugleg að sósíalísera í seinni tíð.

Ég held ég haldi áfram að deila sjálfsmyndasafninu með heiminum. Hér er ein mynd af mér og listaverki sem ég gerði í félagi við allavega Kalla, Evu, Friðgeir, Snæbjörn og Árna, og gott ef ekki fleiri, síðastliðið laugardagskvöld.  Sama kvöld sömdum við Kalli ljóð í heila ljóðabók, hönnuðum kóver og gáfum hana út. Hún er til í einu mjög verðmætu eintaki, ef þið viljið bjóða í hana þá megið þið það alveg.

Myndin hefur hliotið heitið Hálf sagan sögð.

Að endingu langar mig að óska afmælisbarni dagsins, Elísabetu Jökulsdóttur galdraprinsessu, til hamingju með 50 árin.  

Photo 44


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannibal Garcia Lorca

349 krónur og þrjár lítið notaðar bjórmottur!

Hannibal Garcia Lorca, 22.4.2008 kl. 00:35

2 Smámynd: Vilborg Ólafsdóttir

Sold to the man with the slaufa around his neck (the part of a person's or animal's body connecting the head to the rest of the body). 

Vilborg Ólafsdóttir, 22.4.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband