16.4.2008 | 23:56
Viva la collage og afmæli
Jæja. Mín var bara að koma heim úr afmæli. Stelpan er orðin svo dugleg að sósíalísera í seinni tíð.
Ég held ég haldi áfram að deila sjálfsmyndasafninu með heiminum. Hér er ein mynd af mér og listaverki sem ég gerði í félagi við allavega Kalla, Evu, Friðgeir, Snæbjörn og Árna, og gott ef ekki fleiri, síðastliðið laugardagskvöld. Sama kvöld sömdum við Kalli ljóð í heila ljóðabók, hönnuðum kóver og gáfum hana út. Hún er til í einu mjög verðmætu eintaki, ef þið viljið bjóða í hana þá megið þið það alveg.
Myndin hefur hliotið heitið Hálf sagan sögð.
Að endingu langar mig að óska afmælisbarni dagsins, Elísabetu Jökulsdóttur galdraprinsessu, til hamingju með 50 árin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
349 krónur og þrjár lítið notaðar bjórmottur!
Hannibal Garcia Lorca, 22.4.2008 kl. 00:35
Sold to the man with the slaufa around his neck (the part of a person's or animal's body connecting the head to the rest of the body).
Vilborg Ólafsdóttir, 22.4.2008 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.