11.7.2008 | 09:50
Á nýjum stað
Ég er á Borgarfirði eystri og verð hér restina af sumrinu. Ég hlakka til að fá ykkur sem ætlið að koma hingað í heimsókn og þið hin sem ekki eruð búin að boða komu ykkar, þið eruð líka velkomin.
Hér er mynd af mér á Borg. Í þessari stofu sat Kjarval og málaði til dæmis þessa mynd sem sést glitta í þarna á bakvið mig. Líklega leiddist honum bara vegna þess að flatskjárinn var ekki kominn þá. Núna myndi hann auðvitað bara liggja í sófanum og horfa á Scrubs og Everwood, í mesta lagi standa upp til að poppa.
Í gær fór ég í göngutúr með óþekka hunda. Þeir hlupu út um allt og nældu sér einhversstaðar í þurrkaðan þorskhaus, kúkuðu í annan hvern garð í þorpinu, stríddu öðrum hundi sem var bundinn og geltu á ketti. Kannski má ekkert fara með svona hunda ólarlausa í göngutúr. Ég held allavega að ég láti það vera þangað til eigandi þeirra kemur heim.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vá, nútímatækni.
Bíddu.... varstu ekki að bjóða mér í te í miðborg Reykjavíkur um daginn? Var það einhverskonar lygi? Ertu að reyna við mig? ha? Er það málið? Er ég einhverskonar trúður í þínum augum?
Þú ert dulin manneskja Vilborg. Mjög dulin.
Hjalti Þór (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 00:50
Heyrðu Hjalti, ég býð þér í kaffi hingað í staðinn. Eða te, ef þú vilt endilega te, en ég vara þig við, hér er bara til einhver pickwick viðbjóður.
Vilborg Ólafsdóttir, 12.7.2008 kl. 10:23
Mig langar að leiðrétta þig varðandi eitt.
Allt fyrir utan miðbæinn er Síbería svo tæknilega séð ertu í Síberíu eystri
Brynjar Jóhannsson, 18.7.2008 kl. 03:40
http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/07/20/bannad_ad_syna_life_of_brian/
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 20.7.2008 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.