Minningar og svo allt hitt

Aaww, ég var að lesa gamla bloggið mitt á www.vilborgo.blogspot.com og það minnti mig á hvað ég get verið skemmtileg. Ég var næstum því búin að gleyma því. Að hugsa sér, maður lifandi hvað maður getur verið gleymin.

Nú ætla ég að skrifa fréttir af sjálfri mér í formi þriggja lista, einn yfir stöðu mína í dag, annan yfir hluti sem ég hlakka til og þann þriðja yfir hitt og þetta. Á hverjum lista eru fimm atriði en þó ber að taka fram að stundum segir það sem er ósagt meira um þann sem setur eitthvað fram, en það sem er sagt.

Staða mín í dag:
1. Ég er í Háskóla Íslands í diplómanámi í hagnýtri jafnréttisfræði.
2. Ég bý með yndislegri konu í yndislegri íbúð. Hér er kisa sem skríður stundum undir sængina mína, leggst á magann á mér og malar og malar. Hún er mjög mjúk.
3. Ég er að leita mér að manni sem er til í að giftast mér í rannsóknarlegum tilgangi.
4. Ég á ekkert eftir nema að klára heimildaskránna í ritgerðinni sem ég var að skrifa, þá get ég farið að sofa.
5. Það er hánótt.

Ég hlakka til:
1. Jólanna, ég er komin með seríu í gluggann, hengdi hana upp sjálf þótt mér leiðist að hengja upp seríur.
2. Þess að vera búin með allar þessar ritgerðir og verkefni.
3. Vorsins, ég man reyndar núna að ég lofaði sjálfri mér í febrúar á þessu ári að ég ætlaði ekki að vera á landinu í febrúar á næsta ári, það lítur út fyrir að ég verði að svíkja það.
4. Þess að verða gömul.
5. Þess að sofna á eftir.

Hitt og þetta:
1. Það er gott að hafa mjúkann kött á maganum.
2. Ég held að maður geymi allt sem kemur fyrir mann um ævina í minninu en að hending ráði því hvort maður muni sumt af því aftur því að ákveðnir hlutir þurfi að koma til til að triggera minninguna.
3. Ég vil ekki endilega að fólk viti að ég viti eitthvað þegar ég veit það.
4. Mér finnst gott að eiga ekki of mikið af dóti, ekki einu sinni bókum þótt mér finnist best að eiga þær, og föt. Mér þykir samt óskaplega vænt um allt sem mér er gefið.
5. Ég man eftir að hafa þurft að stilla kaffibrúsa, sykurkari og eldhúsbréfastandi upp fyrir nóttina þannig að allir hlutirnir snertust. Ég vildi nefnilega ekki að neinn þeirra yrði einmana. Þá var ég barn, núna er ég fullorðin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er ekki alveg að fara koma tími til þess að þú hringir í mig.  Ég hef ekkert að gera manstu og er svo einmanna.  Ég held að reynir vilji ekkert að ég sé kantmaður samt er ég alveg jafn rauðhærður og þú.

Óli frændi (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 18:25

2 identicon

Já og svo fynnst mér að þessi blogg síða ætti að snúast meira um mig.  Það er alltof mikið af þér hérna og ekki nóg af mér.  Til að mynda fann ég ekki eina mynd af mér.  Einkenni hverrar góðrar blogg síðu ætti að sjálfsögðu vera myndir af mér

Ekkert brjálaður yfir þessu enn allavegana ekkert sáttur

Óli frændi (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 18:31

3 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ohh mikið sem ég nú sakna þín! Þú ert alltaf svo sniðug og falleg og skemmtileg og góð.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 30.11.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband