Snooze, shoes, booze

Þegar ég vakna við vekjaraklukkuna á símanum mínum býður hann mér uppá tvo valkosti "slökkva á" eða "blundur". Ég vel iðulega seinni kostinn og hlýt að launum nákvæmlega níu mínútur sem ég nota til að dvelja lengur undir hlýrri sæng með mjúkan kött annað hvort á maganum eða liggjandi einhvernveginn í hárinu á mér. Svo ligg ég þarna, með lokuð augun, anda hægt og rólega út og inn, laus við hversdagslega meðvitund þangað til klukkan hringir aftur. Ég er gjörn á að endurtaka þá leikinn, liggja í níu mínútur í viðbót með lokuð augun og ósjálfráðar hugsanir á sveimi í huganum. Mér finnst það skemmtilegt. Stundum snúsa ég klukkustundunum saman. Reyndar velti ég stundum fyrir mér öðrum kosti í stöðunni, sem er að leyfa mér bara að sofa út í stað þess að raska svefninum alltaf á níu mínútna fresti til að vera boðinn "blundur" af rafrænum búnaði. 

Til að standa undir þeim væntingum sem fyrirsögnin hefur væntanlega skapað (þótt tilgangurinn hafi bara verið sá að ríma út í bláinn), fann ég eftirfarandi tilvitnun á internetinu um skó og áfengi. Hún er fengin af vafasömu bloggsíðunni shoesnbooze.blogspot.com, ég segi vafasömu því sé kynjafræðilegu innsæji beitt sést hvernig staðalmynd um konur er þarna beitt til að stuðla að tilfinningu fyrir vöntun og skapa þannig gerviþörf hjá þeim til að selja þeim svo réttu vöruna til að fylla upp í tómið, í þessu tilfelli skó og áfengi. Nú mætti segja að tilvistargrundvöllur hins kapítalíska markaðshagkerfis, sem hrundi svo eftirminnilega hérna um daginn, sé einmitt sá að búa til gerviþarfir hjá fólki og selja þeim svo það sem vantar til að gera það heilt á ný. Gaman að því, hér er tilvitnunin:

"When you're down, hot heels and a cool drink can "lift" your "spirits", and when things are going great, they're how most girls celebrate. They're also social ID cards of sorts, and we help you make sure yours say the right thing".

photo_363_746673.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband