3.3.2010 | 21:43
Hræðileg lífsreynsla
Sælinú.
Fyrir þá sem ekki vita bý ég núna með stúlku að nafni Eva Björk Kaaber. Hún er ágæt í flesta staði, en þegar kemur að því að skemmta sér er fátt um fína drætti. Í kvöld stóð til hjá okkur stöllum að hafa gaman. Fyrst lofaði hún mér girls night in með einhverri eðal bíómynd, poppi og tilheyrandi. Þegar til kastanna kom nennti hún ekki labba smá spöl uppá vídjóleigu svo kvöldið var blásið af. Þá datt henni í hug að hafa girls night out og bjóða mér að koma með sér á Hróa Hött þar sem hana grunaði að 2for1 hamborgaratilboð væri í fullum gangi. Þá lyftist nú brúnin á minni og ég samþykkti að fara með.
Kvöldið var í einu orði sagt hræðilegt.
2for1 lauk í síðustu viku. Ég þurfti að borga 1590 krónur fyrir hamborgaratilboð sem var grunsamlega fljótt komið á borð til mín eftir að ég pantaði það. Allt sem ég tók eftir var titrandi rauða á hálfhráu eggi sem mér bauð við að horfa á. Ég hugðist taka eggið af hamborgaranum en þá sprakk rauðan og lak yfir allt á diskinum mínum.
Svo var staðurinn fullur af 12 ára strákum á bekkjarkvöldi. Mér fundust þessar klunnalegu innréttingar og plastblóm upp um alla veggi heldur alls ekki smart.
Eva keypti sér eitthvað barnabox fyrir sjöhundruð kall og fékk sleikjó og svala í kaupbæti. Með hennar mat fylgdi líka þrautablað sem hún lét mig um að leysa á meðan hún gluggaði í fréttablaðið. Ég borðaði hamborgarann minn þegjandi og hljóðalaust og leysti þrautirnar því ég er alin upp við að vera kurteis og gera eins og mér er sagt.
Nú er ég komin heim og reyni að gera gott úr þessu. Hér er mynd af mér. Á bakvið gleraugun fel ég grátbólgin augun en annars reyni ég að brosa gegnum tárin og segja: pís Eva (því ég er eftir allt saman passífisti, elska friðinn).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Facebook
Athugasemdir
Já hvernig var það, ef þú summar þetta alltsaman upp, mundirðu segja að kvöldið hafi verið spælandi upplifun, eða var það kannski svoldið óútspælt?
http://thymeforfood.files.wordpress.com/2008/08/fresh-eggs-30.jpg
Er þá ekki bara málið að tékka á Wilsons tilboðinu næst?
Eva Björk Kaaber (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 22:10
Jú kallinn minn. Wilsons næst bara. Ókei.
Vilborg Ólafsdóttir, 3.3.2010 kl. 22:12
Flottur pistill ! Takk fyrir mig :)
Lárus Gabríel Guðmundsson, 12.3.2010 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.