Ársfrí á geðdeild

Ég fór á stórmyndina 300 um daginn. Mér fannst hún fyndin. Alltaf svolítið hallærislegt þegar fólk fer af stað með her til að bjarga landinu sínu. Eða lýðræðinu sínu. Eða peningunum sínum. Eða þjóðinni sinni. Eða typpinu sínu. Mér finnst bara hallærislegt að fara í stríð. Mér finnst barnalegt að hefna sín. Ég hef stundum hefnt mín um ævina, en það hefur alltaf bitnað verst á sjálfri mér. Einu sinni var bróðir minn leiðinlegur við mig og ég ætlaði að hella yfir hann úr mjólkurfernu. Það fór ekki betur en svo að í æsingnum skvettist mest af mjólkinni á sjálfa mig og gólfið.

Alltént.

Það stendur til að láta bandaríska hermenn dvelja í fimmtán mánuði í Írak og Afganistan í stað árs eins og það var áður. Þeir fá svo árs frí frá bardögum eftir að skyldunni er lokið. Júhú.

Klámmálið mikla stendur í stað. Opinbert bréf hefur borist frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem hann neitar að gera nokkuð í málinu þar sem um er að ræða að því er virðist lögráða einstaklinga í blaðinu. Við Óli erum að íhuga næstu skref. Mér þætti reyndar gaman að heyra frá þeim sem hafa kært klám til ríkissaksóknara. Hvað kom út úr því?

Verið annars velkomin á ókeypis sýningu með mér og átta öðrum snillingum í aðalhlutverki í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku, föstudagskvöld, laugardagskvöld og sunnudagskvöld klukkan 21.

Ég skal vera duglegri að blogga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég hef ekki séð 300 en við röltum 2 niður á löggustöð sumarið 2005 og kærðum 365 og Símann fyrir dreifingu á klámi. Hefur ekkert komið út úr því enn þá...

Veit svo um nokkrar sem hafa farið og kært eða lagt inn ábendingu (man ekki alveg hvað það er kallað en það er víst hægt að fara 2 leiðir - leggja inn formlega kæru eða ekki...) út af klámblöðum. Eina sem ég veit til þess að hafi komið út úr því er að löggan ræddi við Pennann og ég held að þau hafi samþykkt að hætta að selja sérblöð Hustler... hef svo ekki fylgst með því meir en það eru nokkur ár síðan þetta var.

Við fórum líka 2 á fund hjá Pennanum fyrir 2 árum og þá ætluðu þau að plasta blöðin í litað plast svo þessu væri ekki flaggað framan í mann í hvert skipti sem maður færi í bókabúð. Það hefur ekki verið gert enn þá... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.4.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband