Ég vil bara drekka mitt te í friði

Ég vil láta vita að ég er ekki hrædd, ég þarf ekki her til að verja mig eða landið sem ég bý á. Ef einhver hefur í hyggju að gera mér illt þá bregst ég við. Ég vil ekki brynja mig með ofbeldistækjum áður en nokkuð hefur gerst. Ég held ekki að ég væri betur í stakk búin til að taka við ofbeldi ef ég gengi með byssu á mér. Ef einhver hræddi mig eða réðist að mér, og ég væri vopnuð byssu, þá gæti ég átt það til að skjóta hann og það er eitthvað sem ég vil ekki lifa með ævina á enda. Ég óska heldur ekki öðru fólki þess að lifa með slíku.

Ég myndi vilja sjá að Ísland sýndi gott fordæmi á alþjóðavettvangi með því að taka ekki þátt í hernaðarbrölti annarra þjóða. Ef það þýðir að bandbrjálaðir útlendingar koma hingað og hertaka landið með það í huga að fremja þjóðarmorð á Íslendingum, þá höfum við að minnsta kosti hreina samvisku.

Tekið skal fram að  mér þykir vænt um fólkið mitt og alla menn. Einmitt þessvegna vil ég ekki að við tökum þátt í þessum barnalátum sem, að mínu mati, stríðsrekstur og "varnarmál" eru.

Annars hef ég tekið upp á því að sjúga te-pokann eftir að ég hef klárað úr bollanum (ef te-ið er sérstaklega bragðgott). Er þetta ósiður? 


mbl.is Forsætisráðherra segir varnir Íslands tryggðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég er ekki sammála þér þá veit ég ekki hvað !

 og þetta með pokana, þá hef ég heyrt að í sumum löndum þykir mjög fínt að geta sogið poka vel (tepoka,ruslapoka,augnpoka, IKE poka, millifótapoka, innkaupapoka og svo framvegis). og teljist það jafnvel merki um hugrekki og visku. Þannig að ósiður? Nei alls ekki.

 Hvað er svo málið með það að maður þurfi að reikna sig í gegn ! Ég er bara of léleg í stæ til að getað kommentað.

 Lovlov

Ása Óla (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 13:46

2 identicon

Elsku  Vilborg, þetta er snilldarblogg hjá þér og slær herinn flatan. Þetta er oft eitthvað svo glatað að vera íslendingur, er það að vera aumingi og væla út her í tíma og ótíma, er það að eyðileggja landið í sífellu, - nei, verum blóm, ég er tildæmis blóm og er á leiðinni útí Nóatún að kaupa sveskjur, kannski ég kaupa líka kók því í því er sykur sem er góður fyrir mitt stórkostlega heilabú og geðlæknirinn minn búinn að sega ég megi hafa þráhyggju ef ég er ástfangin, þannig er ástin, segir hann. Og ég er blóm og ástin. Og þú ert líka blóm og ástin.

Elísabet Kristín Jökulsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 13:38

3 identicon

já, svo minni ég á heimsveldið mitt, www.heimsveldi.blogspot.com - það hefur að vísu ekkert verið bloggað því google er að reyna ráðast inní heimsveldið. svo heimsveldið er þögult sem gröfin í smátíma því það er líka að hugsa.

Elísabet Kristín Jökulsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 13:40

4 identicon

ojj! sjúga tepokann! Sem betur fer hefurðu látið það vera fyrir framan mig!

Fanney (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband