Betrumbætur

Til að bæta Reyni Alberti það upp að engar myndir fylgdu síðustu færslu hef ég ákveðið að birta margar myndir núna, allar tengdar honum. 

Mynd númer eitt:
Ég, komin með of mikið hár en samt alveg hress því ég er þó ekki orðin gráhærð, í alvörunni. 
Mynd númer tvö:
Þarna er ég að tala við konuna þína í símann. Þegar ég var stödd í Bandaríkjunum um daginn fór ég í fótsnyrtingu og nudd til konu frá suður Kóreu. Hún sagði: You have looong leg. Ég sagði: ...yes.. Og hún sagði: That is good, to have a long leg. Sjálf var hún lítil og með stuttar lappir og mér fannst eins og hún væri að setja mig á einhvern stall með þessu hrósi sínu. Af því að ég vissi ekki hvað ég átti að gera ákvað ég að klappa henni á höfuðið. Ég veit ekki hvernig henni fannst það.
Mynd númer þrjú:
Þarna er ég grátandi af söknuði eftir hlýjum faðmi ykkar hjónanna.
Mynd númer fjögur:
Þetta er mynd af mér með mynd af þér sem ég teiknaði í sumar.

photo_340_720460.jpgphoto_339.jpg

 

photo_345.jpg photo_288.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Ólafsdóttir

Det tanker jeg ogsá

Vilborg Ólafsdóttir, 6.11.2008 kl. 12:42

2 identicon

Ég líka!  En ég klúðra þessu alveg með stutta búknum... Svo ég er kannski ekki systir ykkar...

J. Fanney (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband