Nýr heili

Væri ekki gaman ef maður gæti látið græða í sig nýjan heila sem man eitthvað allt annað en manns eigin heili? Skyldi líkami manns þá bregðast við samkvæmt minningum úr nýja heilanum? Eða skyldi líkaminn einmitt bregðast við á sjálfstæðan máta nema hvað að heilinn kæmi engum orðum yfir það af hverju líkaminn léti eins og hann léti.

Ég tala annars aldrei í gátum, ég get ekki komið í veg fyrir margræðni orða minna, en ég meina alltaf annaðhvort bara eitthvað eitt alveg barnalega augljóst eða ekki neitt.

Hér er mynd af mér og Hrafnkatli litla frænda mínum sem er, samkvæmt öllum gögnum, sætasti strákurinn: 

Ég og Hrafnkell


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þú sætasta stelpan :-)

Joe (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband