Sjónvarpsgláp er tímasóun

Ég horfi sjaldan á sjónvarpið en í kvöld ætlaði ég aldeilis að slaka á og láta skemmta mér með bara hverju sem er, eða því sem næst.

Myndin sem var í gangi þegar ég kveikti á sjónvarpinu var bara ókei sýndist mér. Kona að fljúga flugvél með mann við hliðina á sér, þau þekktust greinilega ekki mikið en það voru straumar í loftinu. Hún sagi honum í óspurðum fréttum að hún ætti hvorki kærasta né eiginmann, hann sagði henni þá að konan hans hefði dáið fyrir fimm árum og að núna væri það bara hann og sonur hans, og Nolan, bætti hann svo við í gamansömum tón. Nolan? Spurði konan og brosti. Já, hundurinn, sagði maðurinn þá.

Ókei, þetta er einhver svona lummó disneymynd. Þau eru að flýja eða brugga eitthvað leynilegt, þessvegna eru þau að fljúga svona að nóttu til og svo verða þau ástfangin og sonurinn og hundurinn verða himinlifandi og blablabla ókei, ég er til í svoleiðis, hugsaði ég og fékk mér sopa af vatninu. Svo fór ég fram í eldhús til að athuga með snarl með þessu en þegar ég kom til baka var konan komin með leysigeislabyssu í hönd og skaut á manninn. HVAÐ! hugsaði ég, er þetta ekki disney? Maðurinn haggaðist ekki við skotið og einhver annar maður í bláum blazer með yfirvaraskegg tékkaði hvort skotið hefði ekki hæft manninn. Og jú, það hafði hæft hann og var nú óðum að gróa..

Þegar maðurinn, konan, vondi kallinn í bláa blazernum og side-kickin hans voru öll saman við morgunverðarborðið, vondi kallinn var að halda ræðu um að morgunmaturinn væri mikilvægasta máltíð dagsins, og einhver kona kom inn á silkináttkjól og byrjaði að daðra við aðalsöguhetjuna, settist í fangið á honum og spurði: just how indestructable are you? svo að hin konan varð eldrauð í framan af afbrýðissemi ákvað ég að þetta meikaði engan sens fyrir mér og skipti um stöð.

Stöð tvö var rugluð og þá var það bara skjár einn. Þar var "Sugar Ray Leonard" að biðja "Sam" úr gyllta liðinu að velja við hvern hann vildi berjast. Sam valdi "Max Alexander". Ekkert í þessum þætti meikaði sens, allir voru í Everlast göllum og voða emósjonal. 

Ég vissi svosem að tíma mínum væri betur varið í eitthvað annað en sjónvarpsgláp en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.

Núna er einhver mynd í gangi um snargeðveikan og morðóðan ungling sem er líka pínu sexý.. ég held að ég ætti bara að slökkva á þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hei! Contender er eðalsjónvarpsefni!!! emósjonal boxing er töff!...þú ert bara greinilega ekki nógu töff til þess að vera í snertingu við tilfiningar þínar og þarft að leika einhverja voða matsjó kerlingu...

 svona svona vilborg mín þetta kemur

Reynir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 10:02

2 identicon

Í fyrsta lagi finnst mér vegið að sjónvapstækinu, sem mér var gefið af góðvini mínum. Í öðru lagi finnst mér að sýna ætti þessum hollvini heimilisins lágmarksvirðingu þegar litið er til þess að þú varst bæði gestur í húsinu og gramsandi í eldhússkápum að fólki fjarverandi. Líttu þér nær.

Húsráðandi (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 13:39

3 identicon

Húsráðandinn er alltaf svolítið stífur eitthvað -- þú mátt auðvitað gramsa eins og þú villt í eldhússkápunum.

Húsráðönd (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 13:43

4 identicon

Vá, þetta hefur verið alveg fráááábært sjónvarpsefni... Ég er samt ennþá miður mín yfir að hafa misst af Wallander frá Ystad á laugardagskvöldið.  Hvað er betra en sænskur krimmi?

Fanney (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 23:03

5 Smámynd: Vilborg Ólafsdóttir

Ji Fanney, sænskur krimmi sem heitir Wallander frá Ystad? Það er vit í því. Contender er bara löng og leiðinleg Everlast-auglýsing. Everlast everblast everdrasl. Já, þar hafið þið það.  

Mér finnst húsráðendur fyndnir. Voruð þið búin að taka út statusinn á döðlum og salthnetum fyrir og eftir heimsóknina? Hahaha, ég borðaði svo mikið að ég var afvelta yfir sjónvarpinu. Ég iðrast einskis! 

Vilborg Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband