Gleðilegt árið

Í morgun fann ég spriklandi silfurskottu inni í miðju Fréttablaði. Hingað til verður það að teljast hápunktur ársins. 

photo_3_767015.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 


Snooze, shoes, booze

Þegar ég vakna við vekjaraklukkuna á símanum mínum býður hann mér uppá tvo valkosti "slökkva á" eða "blundur". Ég vel iðulega seinni kostinn og hlýt að launum nákvæmlega níu mínútur sem ég nota til að dvelja lengur undir hlýrri sæng með mjúkan kött annað hvort á maganum eða liggjandi einhvernveginn í hárinu á mér. Svo ligg ég þarna, með lokuð augun, anda hægt og rólega út og inn, laus við hversdagslega meðvitund þangað til klukkan hringir aftur. Ég er gjörn á að endurtaka þá leikinn, liggja í níu mínútur í viðbót með lokuð augun og ósjálfráðar hugsanir á sveimi í huganum. Mér finnst það skemmtilegt. Stundum snúsa ég klukkustundunum saman. Reyndar velti ég stundum fyrir mér öðrum kosti í stöðunni, sem er að leyfa mér bara að sofa út í stað þess að raska svefninum alltaf á níu mínútna fresti til að vera boðinn "blundur" af rafrænum búnaði. 

Til að standa undir þeim væntingum sem fyrirsögnin hefur væntanlega skapað (þótt tilgangurinn hafi bara verið sá að ríma út í bláinn), fann ég eftirfarandi tilvitnun á internetinu um skó og áfengi. Hún er fengin af vafasömu bloggsíðunni shoesnbooze.blogspot.com, ég segi vafasömu því sé kynjafræðilegu innsæji beitt sést hvernig staðalmynd um konur er þarna beitt til að stuðla að tilfinningu fyrir vöntun og skapa þannig gerviþörf hjá þeim til að selja þeim svo réttu vöruna til að fylla upp í tómið, í þessu tilfelli skó og áfengi. Nú mætti segja að tilvistargrundvöllur hins kapítalíska markaðshagkerfis, sem hrundi svo eftirminnilega hérna um daginn, sé einmitt sá að búa til gerviþarfir hjá fólki og selja þeim svo það sem vantar til að gera það heilt á ný. Gaman að því, hér er tilvitnunin:

"When you're down, hot heels and a cool drink can "lift" your "spirits", and when things are going great, they're how most girls celebrate. They're also social ID cards of sorts, and we help you make sure yours say the right thing".

photo_363_746673.jpg


Sjónvarpsgláp er tímasóun

Ég horfi sjaldan á sjónvarpið en í kvöld ætlaði ég aldeilis að slaka á og láta skemmta mér með bara hverju sem er, eða því sem næst.

Myndin sem var í gangi þegar ég kveikti á sjónvarpinu var bara ókei sýndist mér. Kona að fljúga flugvél með mann við hliðina á sér, þau þekktust greinilega ekki mikið en það voru straumar í loftinu. Hún sagi honum í óspurðum fréttum að hún ætti hvorki kærasta né eiginmann, hann sagði henni þá að konan hans hefði dáið fyrir fimm árum og að núna væri það bara hann og sonur hans, og Nolan, bætti hann svo við í gamansömum tón. Nolan? Spurði konan og brosti. Já, hundurinn, sagði maðurinn þá.

Ókei, þetta er einhver svona lummó disneymynd. Þau eru að flýja eða brugga eitthvað leynilegt, þessvegna eru þau að fljúga svona að nóttu til og svo verða þau ástfangin og sonurinn og hundurinn verða himinlifandi og blablabla ókei, ég er til í svoleiðis, hugsaði ég og fékk mér sopa af vatninu. Svo fór ég fram í eldhús til að athuga með snarl með þessu en þegar ég kom til baka var konan komin með leysigeislabyssu í hönd og skaut á manninn. HVAÐ! hugsaði ég, er þetta ekki disney? Maðurinn haggaðist ekki við skotið og einhver annar maður í bláum blazer með yfirvaraskegg tékkaði hvort skotið hefði ekki hæft manninn. Og jú, það hafði hæft hann og var nú óðum að gróa..

Þegar maðurinn, konan, vondi kallinn í bláa blazernum og side-kickin hans voru öll saman við morgunverðarborðið, vondi kallinn var að halda ræðu um að morgunmaturinn væri mikilvægasta máltíð dagsins, og einhver kona kom inn á silkináttkjól og byrjaði að daðra við aðalsöguhetjuna, settist í fangið á honum og spurði: just how indestructable are you? svo að hin konan varð eldrauð í framan af afbrýðissemi ákvað ég að þetta meikaði engan sens fyrir mér og skipti um stöð.

Stöð tvö var rugluð og þá var það bara skjár einn. Þar var "Sugar Ray Leonard" að biðja "Sam" úr gyllta liðinu að velja við hvern hann vildi berjast. Sam valdi "Max Alexander". Ekkert í þessum þætti meikaði sens, allir voru í Everlast göllum og voða emósjonal. 

Ég vissi svosem að tíma mínum væri betur varið í eitthvað annað en sjónvarpsgláp en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.

Núna er einhver mynd í gangi um snargeðveikan og morðóðan ungling sem er líka pínu sexý.. ég held að ég ætti bara að slökkva á þessu.


Minningar og svo allt hitt

Aaww, ég var að lesa gamla bloggið mitt á www.vilborgo.blogspot.com og það minnti mig á hvað ég get verið skemmtileg. Ég var næstum því búin að gleyma því. Að hugsa sér, maður lifandi hvað maður getur verið gleymin.

Nú ætla ég að skrifa fréttir af sjálfri mér í formi þriggja lista, einn yfir stöðu mína í dag, annan yfir hluti sem ég hlakka til og þann þriðja yfir hitt og þetta. Á hverjum lista eru fimm atriði en þó ber að taka fram að stundum segir það sem er ósagt meira um þann sem setur eitthvað fram, en það sem er sagt.

Staða mín í dag:
1. Ég er í Háskóla Íslands í diplómanámi í hagnýtri jafnréttisfræði.
2. Ég bý með yndislegri konu í yndislegri íbúð. Hér er kisa sem skríður stundum undir sængina mína, leggst á magann á mér og malar og malar. Hún er mjög mjúk.
3. Ég er að leita mér að manni sem er til í að giftast mér í rannsóknarlegum tilgangi.
4. Ég á ekkert eftir nema að klára heimildaskránna í ritgerðinni sem ég var að skrifa, þá get ég farið að sofa.
5. Það er hánótt.

Ég hlakka til:
1. Jólanna, ég er komin með seríu í gluggann, hengdi hana upp sjálf þótt mér leiðist að hengja upp seríur.
2. Þess að vera búin með allar þessar ritgerðir og verkefni.
3. Vorsins, ég man reyndar núna að ég lofaði sjálfri mér í febrúar á þessu ári að ég ætlaði ekki að vera á landinu í febrúar á næsta ári, það lítur út fyrir að ég verði að svíkja það.
4. Þess að verða gömul.
5. Þess að sofna á eftir.

Hitt og þetta:
1. Það er gott að hafa mjúkann kött á maganum.
2. Ég held að maður geymi allt sem kemur fyrir mann um ævina í minninu en að hending ráði því hvort maður muni sumt af því aftur því að ákveðnir hlutir þurfi að koma til til að triggera minninguna.
3. Ég vil ekki endilega að fólk viti að ég viti eitthvað þegar ég veit það.
4. Mér finnst gott að eiga ekki of mikið af dóti, ekki einu sinni bókum þótt mér finnist best að eiga þær, og föt. Mér þykir samt óskaplega vænt um allt sem mér er gefið.
5. Ég man eftir að hafa þurft að stilla kaffibrúsa, sykurkari og eldhúsbréfastandi upp fyrir nóttina þannig að allir hlutirnir snertust. Ég vildi nefnilega ekki að neinn þeirra yrði einmana. Þá var ég barn, núna er ég fullorðin. 

 


Framlag

Ég birti nú mynd af sjálfri mér eins og ég geri svo gjarnan. Myndbirtingin er fyrst og fremst mér til gamans, en vonandi verður hún líka einhverjum til gagns:

schönes Kind


Þetta er ekki fyndið lengur

Í dag er ég bara búin að vera að læra. Ef einhver hringir og spyr hvað ég sé að gera þá svara ég umsvifalaust: ég er að læra. Ef sá hinn sami biður mig um að taka mér pásu til að koma að gera eitthvað segi ég: eee, ég þarf sko að klára þessa ritgerð fyrir mánudaginn. Samt tókst mér einhvernveginn að finna mér nýja hárgreiðslu á internetinu. 

picture_1_727884.png


Málefni líðandi stundar úr heita pottinum í Akureyrarlaug

Hann er hérna.. hvað er aftur orðið. Hann er... Nú er það alveg dottið úr mér. Hann er múlasni! Alveg rétt, múlasni. 

Já, hann er múlasni, ég mundi það ekki heldur. Ekki mormóni, ég var eitthvað að hugsa um mormóna. 

Þetta er ekki niðrandi. 

Nei alls ekki, þetta var alltaf sagt um svona blandað fólk þegar ég var yngri, að það væri múlasnar. Nú má ekkert segja. Hann á hvíta mömmu. 

(á innsoginu) Nei, það má ekki einu sinni lengur segja svertingi. 

Nei, einmitt. Og hvað á maður þá að segja um hann? Að hann sé sólbrúnn?

Hahaha já, ungur, hress og sólbrúnn. Það er einmitt það. 

Nei hann er múlasni, mér finnst það ekkert niðrandi. 

Nei alls ekki. Svona blandað fólk er líka alltaf svo fallegt. Ég var einu sinni stödd á Spáni með bróðurdóttur minni og við hliðina á henni í sólbaðinu lá svona líka óskaplega falleg stúlka. En hún var þá svona blönduð.

 


Betrumbætur

Til að bæta Reyni Alberti það upp að engar myndir fylgdu síðustu færslu hef ég ákveðið að birta margar myndir núna, allar tengdar honum. 

Mynd númer eitt:
Ég, komin með of mikið hár en samt alveg hress því ég er þó ekki orðin gráhærð, í alvörunni. 
Mynd númer tvö:
Þarna er ég að tala við konuna þína í símann. Þegar ég var stödd í Bandaríkjunum um daginn fór ég í fótsnyrtingu og nudd til konu frá suður Kóreu. Hún sagði: You have looong leg. Ég sagði: ...yes.. Og hún sagði: That is good, to have a long leg. Sjálf var hún lítil og með stuttar lappir og mér fannst eins og hún væri að setja mig á einhvern stall með þessu hrósi sínu. Af því að ég vissi ekki hvað ég átti að gera ákvað ég að klappa henni á höfuðið. Ég veit ekki hvernig henni fannst það.
Mynd númer þrjú:
Þarna er ég grátandi af söknuði eftir hlýjum faðmi ykkar hjónanna.
Mynd númer fjögur:
Þetta er mynd af mér með mynd af þér sem ég teiknaði í sumar.

photo_340_720460.jpgphoto_339.jpg

 

photo_345.jpg photo_288.jpg


Það er margt í mörgu

Ég er stödd á Akureyri. Sit í sófa að horfa á danskt sjónvarpsefni, þó ekki Klovn, heldur eitthvað sem er kallað Sommer. bíddu nú er eitthvað að gerast, eldri maður er staddur í afmælisveislu og hann var greinilega að komast að einhverju sem kemur honum í uppnám.  Allir hinir gestirnir fylgjast með afmælisbarninu fara í heljarstökk. Noh, og svo líður bara yfir manninn. Skyldi hann hafa fengið hjartaáfall? Það er engin leið að vita það. Ég missti smá af af því að ég var að skrifa þetta. Nú er kallinn kominn á lappir aftur, hann lítur hræðilega út eftir þetta áfall sem hann fékk. Eða bíddu er þetta sami maðurinn? Hann eitthvað að fárast út í lækninn sinn fyrir að tala ekki almennilega dönsku. Það hefur eitthvað komið honum verulega úr jafnvægi. Æjæj, og svo er ljóshærð kona ælandi upp við ljósastaur, ég held það sé tengdadóttir þessa manns. Afmælisbarnið, sem er greinilega sonur mannsins, er að kyssa þessa konu. Þau voru saman úti í Afríku fyrr í þættinum, hann var eitthvað að fræða fólk um smokkanotkun og hún að taka myndir. Og svo grætur gamli maðurinn. Grætur og grætur í gulu húsi. Eða nei, hann er á sjúkrastofnun. Það er annað fólk í gula húsinu. Einhverjar tvær ungar og huggulegar stúlkur að laumast. Ohh, og kona í samstæðum íþróttagalla, fjólubláum, situr þarna í sófa í stofunni alein og hefur greinilega verið að gráta líka. Og nú er þetta búið.

Það er gaman!

Mamma tíndi fullt af berjum handa okkur systkinunum svo við myndum ekki svelta í vetur. Ég borða ber á hverjum degi og hef sjaldan verið hraustari, sem er gaman. 

Fleira sem mér finnst gaman:
- Að hjóla stuttu eftir rigningu um kvöld, þegar malbikið er blautt og götuljósin speglast í því.
- Að hjóla í skólann að morgni til þegar næturfrostið er að fara úr grasinu (passa þá að hjóla á grasinu, það er gaman).
- Að fá sér heimalagaða kjúklingabaunasúpu í hádegismat, vera síðan boðið að borða heimalagað lasagne strax í kjölfarið og fá svo heimalagaða linsubaunasúpu skömmu síðar, það er rosa gaman!

Hér er mynd:

bláberjagleði


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband