Draumfarir

Mig dreymdi að allt í einu urðu allir eins, ljóshærðir í hvítum skyrtum og gráum stuttbuxum. Ég varð pínu hrædd og kallaði: Ég vil vera með! Ég vil vera með!

Þá opnuðust dyr að herbergi þar sem allir voru ennþá eins og þeir áttu að sér, eins og ég.

hressi (Þessi er ekki alveg eins og fólkið í draumnum, hann er aðeins of hress).

dökkhærði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Þessi er kannski nær lagi, mátulega alvarlegur. En hann er auðvitað ekki ljóshærður, það getur hver heilvita maður séð).  


Veðrið

Ég ætla bara að koma því á framfæri að ég er orðin langþreytt á þessu veðri. Því miður hefur það ekkert upp á sig að vera reið og miður sín yfir veðrinu, það breytir því ekki. En ég hef að minnsta kosti eitthvað að tala um. Það er bara rugl að veðrið sé ekki spennandi umræðuefni. Mér verður allavega alveg sjóðandi heitt í hamsi yfir þessu.

Ég fór til Akureyrar um páskana og átti góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Hér er mynd af lítilli frænku og mér:

photo_164.jpg

 


Ung og falleg

Í dag langar mig bara að birta mynd af sjálfri mér. Ekki útaf neinu sérstöku. Ekki til að segja neitt sérstakt. Mig langar bara að birta hana því mér finnst ég svo falleg á henni, þótt það sjáist reyndar ekki almennilega allt andlitið á mér. Mér finnst hárið á mér bylgjast á svo undursamlegan hátt og vangalínan vera svo mjúk. Svo er ég með svo langan háls og granna handleggi. Á þjóðskrá er hægt að fá vottorð þess efnis að maður sé einhleypur. Ég ætti kannski að rölta þangað niðureftir á morgun, smella mér á eitt svona vottorð, skella svo í eina köku og bjóða svo fólki að fagna með mér formlegri viðurkenningu ríkisins á því að ég er ein-stök. Ég verð það örugglega ekki lengi enn, einmitt þessvegna ætti ég að drífa í því, er það ekki?

er bogga fín?

 


Swimming success!

Ég fór í sund í gærkvöldi, eins og ég geri svo gjarnan á fimmtudagskvöldum, en ég hafði einhverja undarlega tilfinningu í maganum um að í þetta skipti myndi ég ekki hitta vinkonur fyrir í lauginni heldur sitja þarna ein og yfirgefin. Til vonar og vara ákvað ég að semja um það ljóð sem var svona:

Ég sat þarna ein á skýlunni
í vorsins norðan næðingi
og beið eftir þér kunningi
en þú komst ekki
þú komst ekki.

Til allrar hamingju þurfti ég ekki að halla mér grátandi á öxlina á einhverjum ókunnugum á bar eftir sundferðina og fara með ljóðið, því vinkona mín var þarna. 

Hér er mynd af mér til hressingar. Svona lít ég út í dag, búin með morgundjúsinn: 

photo_38.jpg


Vilborg Ólafsdóttir er haldin (ó)verulegum vönunarótta

Mér finnst facebook alltaf vera að færa sig upp á skaftið við mig. Þetta er eitt dæmi: 

You can remove this picture,

but be sure to upload another OR! 

- we will display a silhouette in its place..

Þegar ég hafði lesið þetta rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Silhouette? Ég vil ekki vera skuggi í hjáveruleikanum. Svo flýtti ég mér að birta nýja mynd.


Forgangsröðun

Það er svo margt í heiminum sem mætti fara betur. Svo óóóótal margt sem mætti laga. Samt vekur það helst athygli mína hvað Bruce Willis er orðinn mjór og veiklulegur. Það er ekkert hægt að segja við því annað en að ég þurfi alvarlega að endurskoða viðhorf mitt til þess sem skiptir máli og þess sem skiptir ekki máli. Forgangsraða. Ég þarf að forgangsraða. 

Er hann með anó?


Nýr heili

Væri ekki gaman ef maður gæti látið græða í sig nýjan heila sem man eitthvað allt annað en manns eigin heili? Skyldi líkami manns þá bregðast við samkvæmt minningum úr nýja heilanum? Eða skyldi líkaminn einmitt bregðast við á sjálfstæðan máta nema hvað að heilinn kæmi engum orðum yfir það af hverju líkaminn léti eins og hann léti.

Ég tala annars aldrei í gátum, ég get ekki komið í veg fyrir margræðni orða minna, en ég meina alltaf annaðhvort bara eitthvað eitt alveg barnalega augljóst eða ekki neitt.

Hér er mynd af mér og Hrafnkatli litla frænda mínum sem er, samkvæmt öllum gögnum, sætasti strákurinn: 

Ég og Hrafnkell


Mín er alltaf lærandi

Ég er náttúrulega í háskólanámi, fyrir þau ykkar sem vitið það ekki. Ég er í framhaldsnámi í krítískum hugvísindum sko. Ég er ekki bara hangandi í Hamraborginni á kaffi Katalínu allan daginn sko. En ég glata ekki gamanseminni þótt ég sé lesandi allan daginn. Stundum lít ég upp úr bókunum og sem skrýtlur. Hér er dæmi um eina slíka:

Hertoginn gekk inn í herbergið, stansaði í dyragættinni og beið þar til allra augu voru á honum og mesta skvaldrið var þagnað. Sælir herrar mínir, sagði hann þá af miklum myndugleik. Ég sé að hér er verið að snæða. Af stærð salarins og fjölda ykkar get ég mér þess til að hér fari fram veisla. Hann horfði í kringum sig, leit á mennina og sagði svo: Af klæðaburði ykkar og skeggvexti að dæma eruð þið samansafn af betlurum, flækingum, brjálæðingum og ofbeldisseggjum, en mér er sama, ég er svangur og veisluhöld eru mér að skapi. Færið mér vín! Sagði hann svo, hátt og snallt og rétti fram höndina í þesskonar stellingu að ætla mætti að hann héldi þá þegar á bikar, barmafullum af víni. Þá tók til máls krypplingur einn sem sat við háborðið:
- Nei herra, sagði hann.
- Nú? Hversvegna ekki?! Þrumaði þá hertoginn sem hafði aldrei fyrr heyrt aðra eins vitleysu.
- Þér eruð með holdsveiki.


Stuttklippta stúlkan tja tja tja

photo_98.jpg

 Ég googlaði "short haired lady poem" og komst að því að ótal ljóð hafa verið samin um rauðhærðar, ljóshærðar, dökkhærðar og brúnhærðar dömur, en stuttklipptar stúlkur eru óplægður akur í ljóðaheiminum. Ég fann þó þessa fínu tilvitnun í kynlífssérfræðinginn Pamelu Stephenson, sem ég hef ákveðið að birta hér sem ljóð, enda ágætt sem slíkt þótt það eigi alls ekki við mig og mínar tilfinningar, því eins og sést glögglega á myndinni, bálinu í augum mínum og daðurslegu brosinu, er ég langt frá því að vera fráhverf "men's interest" eða "bedroom action". 

 

 
Short haired lady

Women who lop their hair short
are no longer
i n t e r e s t e d
in bedroom
a c t i o n
...say "researchers", who claim that 'deliberately reducing
one's attractiveness' can sometimes be a way of
repelling
men's
interest.


Elskan mín

Nú er tími breytinga í nánd. Eftir 10 mínútur ætla ég að láta klippa hár mitt. Og eftir tíu mínútur á ég von á að ríkisstjórn Íslands slíti samstarfi og neyðarstjórn verði komið á þar til kosningar geta átt sér stað.

Ég er nýbúin að drekka kaffi: Léttan latté. 

Og í kvöld mun ég dansa með starfsmönnum félagsþjónustu Kópavogs fram á rauða nótt.

Jii hvað þetta eru spennandi tímar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband